Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Maja Siska í peysu Kristylopi eftir Helene Magnusson úr Þingborgarlopa og jurtalituðu Huldubandi.
Maja Siska í peysu Kristylopi eftir Helene Magnusson úr Þingborgarlopa og jurtalituðu Huldubandi.
Líf og starf 28. júlí 2021

Listi yfir prjónaband

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Áhugi fólks á að prjóna og hekla er gríðarlegur og úrvalið af bandi sömuleiðis mikið. Aragrúi uppskrifta eru búnar til og fólk framleiðir flíkur og nytjahluti úr alls kyns garni og bandi.

Þótt uppskriftir séu gefnar upp fyrir ákveðna bandtegund má oft nota annað band. Maja Siska ásamt Huldu Brynjólfsdóttur og Katrínu Andrésdóttur hafa tekið saman lista yfir prjónaband sem er framleitt á Íslandi eða úr íslenskri ull. „Sumum finnst það einfalt og eðlilegt að finna sambærilegt band eða aðlaga uppskriftina að bandi sem er til, en það eru ekki allir í þeim sporum. Til að geta gert þetta á þægilegan hátt þurfum við að hafa nægar upplýsingar til samanburðar, hvaða efniviður er í bandinu, prjónfesta og prjónastærð, þyngd/lengd og ýmislegt annað sem skiptir máli. Öll umræða í dag hneigist að því að fækka sótsporum og nýta náttúrulegt hráefni úr nærumhverfinu. Stuðla þannig að sjálfbærni og umhverfisvernd,“ segir Maja Siska og bætir við:

„Til að koma til móts við þá sem vilja aðlaga uppskriftir að íslenskri framleiðslu ákvað ég að safna upplýsingum um íslenskt band og skrá þær á aðgengilegan hátt. Þannig verður auðveldara að velja band sem hentar í stað þess bands sem gefið er upp í uppskriftinni. Með þessu viljum við líka hvetja fólk sem notar garn eða band við handverk sitt að velja íslenskt ef þess er kostur, úrvalið er ótrúlega fjölbreytt!“

Skjalið er aðgengilegt til niðurhals og útprentunar á uppspuni.is og thingborg.is. Má deila að vild. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...