Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Línubrjótar með ARR/x arfgerð
Á faglegum nótum 11. september 2023

Línubrjótar með ARR/x arfgerð

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun

Vangaveltur hafa vaknað varðandi það hvernig eigi að bregðast við ef línubrjótar reynast vera af ARR/x arfgerð.

Það er niðurstaða Matvælastofnunar að túlka megi 1. mgr 25. gr. laga nr 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim á þann veg að heimild stofnunarinnar til að leyfa flutning á kynbótagripum yfir varnarlínur geti einnig náð til línubrjóta með ARR-arfgerð.

Haust og vetur 2023-24 gildir:

Þegar um línubrjóta er að ræða skal allt fullorðið fé sent til slátrunar eða aflífað, utan sláturtíðar. Ef um lömb er að ræða sem eru með staðfesta ARR arfgerð fá þau að lifa svo lengi sem ekki er um að ræða heimflutning af garnaveikisvæði yfir á svæði þar sem ekki er bólusett við garnaveiki. Matvælastofnun getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði við sérstakar aðstæður.

Þetta þýðir að þegar línubrjótar koma fram í haustréttum, ber fjallskilastjóra að hafa samband við eigendur. Ef viðkomandi eigandi getur sýnt fram á (í Fjárvís) að lömb séu af ARR-arfgerð gefst honum þar með kostur á að sækja um undanþágu til Matvælastofnunar til að fá að sækja þessi lömb og setja þau á til lífs.

Það þarf að vera tryggt að umrædd lömb séu þá geymd í réttinni, fóðruð og þeim brynnt uns eigandi getur sótt þau að fengnu leyfi Matvælastofnunar. Sækja skal lömbin eins fljótt og hægt er.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f