Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þorsteinn G. Þorsteinsson innan um skógarkerfilinn í Hrísey en hann er uppalinn í eynni og ber til hennar sterkar taugar.
Þorsteinn G. Þorsteinsson innan um skógarkerfilinn í Hrísey en hann er uppalinn í eynni og ber til hennar sterkar taugar.
Mynd / aðsend
Líf og starf 31. október 2024

Limrur og léttar hugleiðingar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Þorsteinn G. Þorsteinsson er höfundur nýrrar bókar, Limrur og léttar hugleiðingar.

„Við þekkjum hann betur undir nafninu Steini rjúpa og fyrir hreint makalausar fuglaveðurspár sem urðu mörgum umtalsefni og skemmtiefni og komu út vikulega á árabilinu frá 1995 uns samstarfsfélagi Þorsteins um Fuglaspána, menntaskólakennarinn Gísli Jónsson, lést í nóvember 2001. En bókina helgar Þorsteinn minningu Gísla,“ segir í fréttatilkynningu um útgáfu bókarinnar, sem inniheldur 99 limrur og texta í óbundnu máli sem þó tengist sjaldan limrunni á nokkurn hátt, tekur höfundur fram. „Það bregður sem sagt ýmsu fyrir í þessum textum,“ er haft eftir Þorsteini og sagt að þar sé farið um víðan völl en ávallt í stuttum og hnitmiðuðum texta. „Þar segir til dæmis af nautinu sem fór í gegnum eldhúsið hjá henni Matthildi á Bergi í Hrísey, hjátrú gamla vinnumannsins úr Vopnafirði og Cream soda.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f