Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Alinush og Rudy standa að Bændagistingunni La Collina Verde í Levanto.
Alinush og Rudy standa að Bændagistingunni La Collina Verde í Levanto.
Fréttir 8. október 2025

Lífrænt ítalskt og uppskriftir ömmu

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson, r starfar hjá Skógræktarfélagi Íslands.

Margt er líkt með Ítalíu og Íslandi, svo sem hrekkjótt eldfjöll, grófskorin strandlengja og landslag sem er mótað af hefðum íbúanna. Ítalía er þrisvar sinnum stærri en Ísland og hefur 150 þúsund sinnum fleiri íbúa, eða 60 milljónir. Á Ítalíu er hlýrra og betri ræktunarskilyrði.

Ítalska Rívíeran er stórfengleg. Auk fjölda lítilla strandbæja í Ligúría-fylki, sem Rívíeran tilheyrir, eru fimm bæir, að austanverðu , sem eru hvað þekktastir. Þeir eru nefndir einu nafni Cinque Terre og eru þjóðgarður á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

UNESCO-nafnbótin breytti öllu fyrir svæðið. Mannlíf jókst með ferðaþjónustu, aðgengi um náttúru svæðisins varð greiðfærara og lífsins lystisemdir spretta nú sem aldrei fyrr um allar hlíðar. Bændur innan þjóðgarðsins eru styrktir fjárhagslega þegar gamalkunnir búskaparhættir eru viðhafðir, svo sem á ólífum og víni.

Í aðliggjandi bæ, rétt norðan við Cinque Terre, er bærinn Levanto. Þar reka Rudy og Alinush litla bændagistingu, Agriturismo La Collina Verde. Á þremur hekturum í brekkunum í kring, rækta þau ólífur og vínvið. Auk þess rækta þau alls konar ávexti eins og kirsuber, kíví og auðvitað alls kyns sítrusávexti. Að gista innan um slíkar allsnægtir er munaður.

Á La Collina Verde eru fimm herbergi, tveggja manna hvert. Rudy hefur unun að matargerð. Hvern morgun framreiðir hann örugglega tuttugu nýjar krásir úr hráefni sem þau rækta sjálf. Margar af krásunum eiga uppruna sinn í stóra handskrifaða uppskriftabók sem amma Rudy skildi eftir sig.

Öll heimaræktunin er lífræn. Vottunarstofa tekur út aðstæður vikulega. Ræktunin í brekkunum hefur verið í fjölskyldu Rudy yfir langan aldur. Foreldrar hans búa á jörðinni og aðstoða eftir mætti.

Í upphafi árs hefst undirbúningur við ræktunina. Þegar vorar fara Rudy og Alinush að dytta að húsakosti ferðaþjónustunnar. Gistiheimilið tekur drjúgan tíma á sumrin. Þegar haustar hefst uppskera á vínviði og vinir og félagar koma til að aðstoða. Hver og einn bóndi í sveitinni býr til sín eigin vín og skipta bændur gjarnan þrúgum á milli sín til að gera hina fullkomnu vínblöndu. Í upphafi vetrar hefst svo uppskeran á ólífunum. Í lok árs leyfa þau sér stundum að fara í ferðalög, en samt aldrei lengur en tvær vikur.

Það er eitt og annað sem við Íslendingar getum lært af lífsglöðum Ítölunum. Vinna mætti meira með íslenskar landnotkunarhefðir í nafni menningarlandslags. Það gæti glætt ferðaþjónustuna og styrkt nærsamfélög. Ef við vildum efla útirækt mætti auka skógrækt, án þess að það kæmi endilega niður á annarri landnotkun.

Heimsóknin til La Collina Verde var dásamleg í alla staði og vert að mæla með. Rudy og Alinush höfðu frá mörgu að segja, sér í lagi þegar umræðan barst að matrækt og matseld. Hver veit nema þau komist yfir Bændablaðið og lesi það yfir nýlöguðu macchiato á meðan þau gæða sér á krásum úr uppskriftabók ömmu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...