Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi.
Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi.
Mynd / smh
Fréttir 14. júní 2016

Lífrænn matur heimsendur á 90 mínútum

Höfundur: smh
Um nokkurra ára skeið hefur matvörumarkaður verið rekinn í Nethyl 2c í Reykjavík undir heitinu Bændur í bænum. Þar hafa lífrænar vörur verið í boði, bæði íslenskar og innfluttar, auk þess sem netverslun hefur verið starfrækt undir heitinu „Grænmeti í áskrift“, þar sem vörur hafa verið seldar í gegnum netið. Nú stendur til að taka þann hluta skrefinu lengra og bjóða upp á heimsendingarþjónustu.
 
Sem stendur er boðið upp á vikulegar sendingar þar sem vörurnar eru afhentar á miðvikudögum og fimmtudögum. Nú mun það breytast í dagvöruverslunina  http://www.baenduribaenum.is/ þar sem fólk  getur pantað og fengið heimsent upp að dyrum innan 90 mínútna eða eftir nánara samkomulagi – og einnig getur fólk á landsbyggðinni fengið sent daginn eftir.
 
Markaðurinn gengur í endurnýjun lífdaga
 
Það er stórfjölskyldan á Akri í Laugarási, hjónin Þórður Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir og hjónin Gunnar Örn Þórðarson og Linda Viðarsdóttir sem standa að rekstri matvörumarkaðarins Bændur í bænum. Að sögn Gunnars verður heimsendingarhlutinn unninn í samvinnu við vefverslunina Allra hagur, eða aha.is.  Hann segir að markaðurinn í Nethyl 2c muni ganga í endurnýjun lífdaga samhliða þessari nýjung í heimsendingarþjónustunni og verður opnunarhátíð þann 16. júní næstkomandi þar sem allir eru velkomnir að koma og sjá nýju „lífrænu búðina“. 
 

9 myndir:

Skylt efni: lífrænar búvörur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...