Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hjalti Lýðsson og Karl Viggó Vigfússon eru báðir lærðir konditor og chocolatier og eiga Ísgerðina Skúbb.
Hjalti Lýðsson og Karl Viggó Vigfússon eru báðir lærðir konditor og chocolatier og eiga Ísgerðina Skúbb.
Mynd / smh
Fréttir 9. júní 2017

Lífrænn ís í Laugardalnum

Höfundur: smh
Fyrir skemmstu var ísbúðin Skúbb opnuð í Laugardalnum, nánar tiltekið á Laugarásvegi 1, þar sem eingöngu er boðið upp á lífrænan ís sem gerður er frá grunni á staðnum.
 
Karl Viggó Vigfússon er eigandi ísbúðarinnar ásamt félögum sínum, Hjalta Lýðssyni, konditor og chocolatier, og Jóhanni Friðriki Haraldssyni, viðskiptafræðingi og eiganda The Laundromat café í Austurstræti. Karl Viggó var einn af stofnendum Omnom súkkulaði­gerðarinnar og er lærður konditor og chocolatier.
 
Unnið á staðnum úr fyrsta flokks hráefni
 
Hann segir að það hafi verið ákveðið að fara alla leið með gæði hráefnisins og vinna ísinn og vörurnar algjörlega á staðnum frá grunni – og gera þannig fyrsta flokks lífrænan ís eins ferskan og mögulegt er með besta hráefni sem völ er á. „Við reynum að hafa mest lífrænt en það er vonlaust fyrst um sinn, í það minnsta að ætla að reyna að vera með lífræna vottun. Hérna á Íslandi er sumt einfaldlega betra sem ekki er lífrænt vottað og svo er annað ekki fáanlegt lífrænt vottað sem við þurfum að nota. En mjólkin verður lífrænt vottuð og hana fáum við frá BioBú,“ segir Karl Viggó – en mjólkin þaðan er upprunnin frá tveimur kúabúum; Búlandi í Austur-Landeyjum og Neðra-Hálsi í Kjós. 
 
Ekkert plast er notað á Skúbb, en þess í stað eru rör og ílát úr umhverfisvænu efni, til að mynda papparör. Vöruúrvalið verður að einhverju leyti breytilegt þó oftast verði hægt að ganga að vinsælustu ístegundunum vísum og einnig eru smákökur og kaffidrykkir í boði.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f