Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svava úr gróðurhúsinu í Bjarkarási með smakk.
Svava úr gróðurhúsinu í Bjarkarási með smakk.
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. september. Opin býli voru hjá fjórum framleiðendum í lífrænum búskap og einn viðburður var á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík.

Anna María útskýrir af hverju hún velur lífrænt mataræði.

Að sögn Önnu Maríu Björnsdóttur, verkefnastjóra Lífræna dagsins, gekk hátíðin mjög vel fyrir sig. „Við hjá Lífrænu Íslandi vorum á viðburðinum á Kaffi Flóru þar sem framleiðendur voru á staðnum að kynna, sýna, gefa smakk eða selja sínar vörur. Einnig voru sýnishorn frá fleiri framleiðendum. Svo var lífrænt bingó fyrir börnin og myndir til að lita.“

Nokkur erindi flutt á Kaffi Flóru

Nokkur erindi voru á viðburðinum á Kaffi Flóru. Anna María hélt erindi um Lífrænt Ísland-verkefnið, sem er samstarfsverkefni matvælaráðuneytisins, Bændasamtakanna og VORs (Verndun og ræktun – félag um lífræna ræktun og framleiðslu) um að auka lífræna framleiðslu á Íslandi. Að sögn Önnu Maríu hélt Stefán Jón Hafstein, höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er, erindið Vandinn við matvælakerfi heimsins. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, höfundur bókarinnar Heilsubók Jóhönnu – um áhrif eiturefna á heilsu og umhverfi, hélt erindið Heilsan og lífrænt mataræði. Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarson, lífrænir sauðfjárbændur, héldu erindið Af hverju lífrænn sauðfjárbúskapur?

Hliðstæð verkefni

„Hliðstæð verkefni við Lífrænt Ísland eru í gangi á Norðurlöndunum og ekki að ástæðulausu. Það er gríðarlega margt sem liggur að baki þegar lífræna vottunarmerkið er á vöru sem skiptir marga neytendur máli, en ekki allir eru meðvitaðir um. Markmið Lífræna dagsins er að vekja athygli á þessari tegund ræktunar á Íslandi og leyfa almenningi að kynnast þessu betur, hitta framleiðendur, fá að smakka afurðir en einnig heyra hvaða máli þetta skiptir fyrir jörðina, umhverfið og jafnvel heilsu okkar,“ segir Anna María.

Meira verður fjallað um lífræna daginn í næsta tölublaði Bændablaðsins.

Skylt efni: lífræni dagurinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...