Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfótspor sitt. Í Svíþjóð er t.d. búið til lífgúmmí úr birkiberki.

Í Halmstad í Svíþjóð hefur fyrirtækið Reselo haslað sér völl með því að nota hliðarafurð úr birkiberki, suberin, til framleiðslu á efni sem getur komið í stað náttúrugúmmís og má einnig blanda við gervigúmmí, til að minnka kolefnisfótspor. Suberin er efnasamband í berki sem einkum bregst við skemmdum og sjúkdómum í berki með því að styrkja frumuveggi og draga úr vatnstapi.

Reselo sá sér leik á borði og tók upp samstarf við sænska skógræktariðnaðinn þar sem mikið fellur til af hliðarafurðum, svo sem birkiberki. Reselo vinnur efnið í endingargott og vatnshelt lífgúmmí sem nota má í skó, hlífðarbúnað, bifreiðar, leikföng og mottur á t.d. leikvelli o.fl.

Lífgúmmí í Nokian-dekk

Í upphafi var um að ræða þróunarverkefni um hagnýtingu lífmassa trjáa við Konunglega tækniháskólann í Svíþjóð (KTH) en upp úr því var Reselo AB stofnað árið 2020, með það að markmiði að leiða þróun og framleiðslu á sjálfbærum lífefnum.

Í fyrra gerði finnski dekkjaframleiðandinn Nokian samning við Reselo um þróun dekkja með birkibarkargúmmí og þróunarvinna Thomas Baumgarten, lífefnafræðingur og einn stofnenda Reselo, sagði í viðtali við vefinn Material Factors að birkibörkur væri í raun einstakur að samsetningu. Hann hefði fáa aðalhluta. Í greni eða furu væru til dæmis yfir fjörutíu efni og það að aðskilja þau væri dýrt ferli sem borgaði sig ekki.

Birkið er best

„Í birkiberki hefur þú þrjá meginþætti: betulín sem er þegar notað í snyrtivörur og fæðubótarefni, lignín-kolvetni sem hefur verið talið úrgangsefni og er oft brennt sem orkugjafi. Svo er það suberin, sem er net langkeðju-fitusýra og gerir birkibörk sveigjanlegan. Við tökum út suberinið, brjótum það niður í einliðu og setjum það aftur saman í tilraunaglasi til að fá gúmmíefni,“ útskýrði Baumgarten í viðtalinu. Hann sagði birkibörk hæglega geta innihNáttúrulegt gúmmí er að sögn Baumgartens í rauninni trjásafi sem dreginn er út úr gúmmítrénu og þurrkaður. Resalo-lífgúmmíið sé hins vegar búið til úr fitusýrum og því sé það tæknilega séð tegund af polýester.

„Það hefur allt aðra efnafræði miðað við næstum öll gúmmí sem fáanleg eru í dag, en það virkar,“ sagði Baumgarten. Reselo-lífgúmmí megi nota hreint, eða blanda því í gúmmíblöndur til að minnka jarðefnafjölliður og þannig kolefnisfótspor.

Skylt efni: birkiskógar | Lífgúmmí

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...