Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Líffræðileg fjölbreytni á Þingvöllum.
Líffræðileg fjölbreytni á Þingvöllum.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 4. nóvember 2024

Líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál

Höfundur: Fífa Jónsdóttir, fulltrúi Lands og skógar í sendinefnd Íslands á COP16.

Líffræðileg fjölbreytni nær yfir allar tegundir lífvera sem fyrirfinnast í hinni lifandi náttúru, breytileika innan sömu tegundar, milli tegunda, samfélaga og vistkerfa sem tegundirnar mynda svo og ferlum milli þeirra.

Ísland býr yfir ótrúlegri fjölbreytni sem vert er að vernda. Þó hún sé ekki alltaf mjög áberandi þá er hana að finna í vistkerfunum okkar: votlendi, mólendi og önnur vistkerfi sem eru einstök á heimsvísu.

Á Íslandi gæti almenn umræða og skilningur á hugtakinu líffræðileg fjölbreytni talist á byrjunarstigi, að minnsta kosti ef umfjöllun um hana á opinberum vettvangi er borin saman við umfjöllun um loftslagsmál. Það er mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið í heild sinni því tap á líffræðilegri fjölbreytni og hnignuð vistkerfi eru verr í stakk búin að milda loftslagsbreytingar með þvi að varðveita og binda kolefni í jarðvegi. Vistkerfin okkar eru sérstaklega viðkvæm fyrir óæskilegri landnýtingu og öðru raski og ef spár reynast sannar um kólnandi og vætusamara veður sem fylgja aukin skriðu- og flóðahætta þá gæti harðnað í ári hjá Íslendingum. Tap á líffræðilegri fjölbreytni gæti því haft ófyrirséð neikvæð áhrif á efnahag Íslendinga, auðlindanýtingu, lýðheilsu og önnur málefni sem tengja mannfólkið og náttúruna.

Losun frá landi (LULUCF)

Land og skógur hefur mikilvægu hlutverki að gegna í báðum málaflokkum. Stofnunin sér um að mæla, greina og miðla gögnum í flokknum Losun frá landi (LULUCF), einum af þremur hlutum loftslagsbókhalds Íslands. Þar kemur fram að stærstur hluti losunar frá landi má rekja til vistkerfa í slæmu ástandi en til þess að snúa því við þá er mikilvægt að endurheimta þau vistkerfi sem eru illa leikin af ofnýtingu og jarðvegsrofi. Stofnunin ber einnig ábyrgð á áætlanagerð endurheimtar vistkerfa. Þau vistkerfi sem eru endurheimt líkt og votlendi geyma meira kolefni eftir því sem þau eru í betra ástandi og hafa þannig jákvæð áhrif fyrir bæði líffræðilega fjölbreytni og loftslagið.

Stefna í málefnum Lands og skógar – Land og líf

Árið 2022 var stefnan Land og líf samþykkt en hún inniheldur framtíðarsýn málefna landgræðslu og skógræktar. Fjallað er um líffræðilega fjölbreytni sem afl til að efla virkni vistkerfa, þanþol og varðveislu landgæða fyrir komandi kynslóðir svo nokkur dæmi séu tekin. Vernd og endurheimt vistkerfa með líffræðilega fjölbreytni að leiðarljósi ætti að vera ein helsta aðgerðin gegn loftslagsvánni og fyrir framtíð samfélagsins.

COP29 og COP16

Frá 21. október til 22. nóvember 2024 fara fram aðildaríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og rammasamnings um líffræðilega fjölbreytni, sem sagt COP29 og COP16. Þótt Ísland sé lítið land í hinum stóra heimi höfum við mikilvæga rödd á þessum ráðstefnum. Ísland hefur skuldbundið sig til að vernda 30% land- og hafvistkerfa fyrir árið 2030, sem nálgast óðfluga. Þessi markmið eru mikilvæg, ekki bara í alþjóðlegu samhengi heldur sérstaklega fyrir Ísland og þær innlendu tegundir sem reiða sig á heilbrigð og fjölbreytt vistkerfi. Aðgerðir í þágu líffræðilegrar fjölbreytni og það að draga úr óæskilegri landnýtingu næstu ár munu skipta sköpum um framtíð vistkerfanna okkar, veðurfars og heilbrigði samfélagsins. Verndun líffræðilegrar fjölbreytni og aðgerðir í loftslagsmálum eru óaðskiljanlegir þættir og íslenskt samfélag og efnahagur munu njóta góðs af ef vel til tekst.

Skylt efni: Land og skógar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...