Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Líffæri úr dýrum í menn
Fréttir 6. júní 2019

Líffæri úr dýrum í menn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framförum í erfðatækni fleytir stöðugt fram og ekki er talið langt í að hægt verði að nota líffæri úr dýrum í menn og það styttist í að fyrstu ígræðslur af slíku tagi fari fram.

Vísindamenn í Suður-Kóreu segja að á næstunni muni þeir geta flutt hornhimnu á augum svína í menn og kollegar þeirra í Norður-Ameríku segjast bjartsýnir á að hægt verði að græða svínshúð á líkamshluta manna sem hafa brunnið illa. Auk þess sem uppi eru hugmyndir um að græða svínsnýru í fullorðið fólk sem á við nýrnavandamál að stríða og grísahjarta í ungbörn sem fæðast með hjartagalla.

Ekki ný hugmynd

Hugmyndin um að nota líffæri úr dýrum sem varahluti í menn er ekki ný af nálinni en lengi vel var talið að slíkt væri pípudraumur og óframkvæmanlegt. Í fyrstu tilraunum sem gerðar voru með að flytja líffæri úr dýrum í menn tók innan við fimm mínútur fyrir mannslíkamann að hafna líffæri úr annarri tegund.

Nýjar rannsóknir og framfarir í svonefndri Crispr-genatækni benda til að hægt sér að gabba eða blekkja mannslíkamann til að samþykkja líffæri úr öðrum dýrategundum og sérstaklega svínum.

Gríðarleg þörf fyrir ný líffæri

Tilraunir á bavíönum og öðrum tegundum prímata en mönnum sýna að apar geta lifað í allt að sex mánuði með hjarta úr svíni sem grætt er í dýrin með hjálp nýjustu erfðatækni. 

Aðstandendur rannsóknanna binda miklar vonir við að fljótlega verði hægt að gera tilraunir á mönnum enda markaður fyrir líffæraskipti stór. Í Bandaríkjunum einum bíða yfir 75 þúsund manns eftir líffæraskiptum og þar í landi er talið að tuttugu manns á biðlistum vegna líffæraskipta látist daglega.

Í dag þurfa þeir sem bíða eftir líffæraskiptum að bíða eftir því að einhver með líffæri sem líkami þeirra sættist við látist. Verði aftur á móti hægt að nýta líffæri úr dýrum til líffæraskipta munu lífslíkur hundruð þúsunda manna um allan heim aukast gríðarlega.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...