Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Útileguhrúturinn frá Grund skilaði sér heim að Hnjúki í Skíðadal eftir vetrardvöl í Gljúfurárgili.
Útileguhrúturinn frá Grund skilaði sér heim að Hnjúki í Skíðadal eftir vetrardvöl í Gljúfurárgili.
Mynd / Jón Þórarinsson
Fréttir 16. júní 2016

Lifði af harða útivist í Gljúfurárgili í vetur

Höfundur: HKr/JÞ
Hinn 24. maí síðastliðinn bankaði útigenginn lambhrútur upp á við fjárhólf hjá lambám á bænum Hnjúki í Skíðadal. Hann hafði ekki skilað sér af fjalli síðastliðið haust.
 
Jón Þórarinsson, bóndi á Hjúki, segir að hrúturinn hafi sést síðast hinn 27. október í haust þegar farið var í eina af mörgum aukaferðum fram á afrétt til að kíkja eftir eftirlegukindum.
 
 
„Þá var hann með veturgamalli móður sinni og einu aukalambi. Þá voru þau á syðri barmi Gljúfurárgils. Það er að meiri hluta illfært gljúfur bæði mönnum og skepnum en þar rennur affall Gljúfurárjökuls niður.
Hinn 30. október var svo gerður sérstakur leiðangur af átta mönnum fram á afrétt til að handsama þessar kindur ásamt nokkrum öðrum sem sést hafði til á öðrum stöðum á afréttinni.
 
Þessi hrútur sást þá hvergi og var hann þess vegna afskrifaður enda ísing á gilröðunum og áin í klakaböndum.“
 
Eftir að hrúturinn skilaði sér heim að Hnjúki fóru menn að huga að því hvar hann hafi getað hafst við allan þennan tíma. Þá bentu slóðir í snjó vafalaust til þess að hann hafi verið í Gljúfurárgili í allan vetur.
„Gilið virðist hafa gefið honum góða vist eftir holdafari og hornahlaupum að dæma en ný hornahlaup mældust 5 sentímetrar og var hann einnig að miklum hluta genginn úr ullinni,“ segir Jón. Samt munu veður oft hafa verið mjög slæm í vetur þar sem hrúturinn hafðist við. 
 
Er frá bænum Grund í Svarfaðardal
 
Í ljós kom að þessi hrausti útileguhrútur er frá bænum Grund í Svarfaðardal. Segir Jón í raun undarlegt að hrúturinn hafi getað hafst þarna við í allan vetur án þess að nokkur yrði hans var. Mikil umferð vélsleðamanna hefur verið með gljúfurbörmunum í vetur. Auk þess sem skíðamenn, sem selfluttir eru á þyrlum á fjöll þar í kring, renna sér þarna niður. Þá segir hann að hrúturinn hafi ekki búið við mikla fjallakyrrð allan þennan tíma því stöðugt yfirflug er af þyrlum á svæðinu. Þær hafa haft aðsetur á Klængshóli og hafa flogið þaðan með skíðamenn og aðra ferðalanga m.a. á Gljúfurárjökul og fjöllin þarna í kring. Þessu flugi fylgir mikill hávaði. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f