Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nemar á blómaskreytingabrautinni útbúa fallegar skreytingar sem prýða Garðyrkjuskólann.
Nemar á blómaskreytingabrautinni útbúa fallegar skreytingar sem prýða Garðyrkjuskólann.
Fréttir 18. október 2021

Líf og fjör í lotuviku á Reykjum

Nú er nýafstaðin verkefnavika á Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Nemendur fá þá verklega kennslu í ýmsum fögum og fara í heimsóknir í gróðrarstöðvar og önnur fyrirtæki sem tengjast garðyrkjunáminu, vinna verklegar æfingar og spreyta sig á ýmsum verkefnum. Í öllum hornum eru nemendahópar við störf, á námskeiðum eða í annarri fræðslu. Hér eru nokkrar svipmyndir sem sýna brot af því sem nemendur tóku sér fyrir hendur.

Mynd 1) Molta úr mötuneytinu á Reykjum ásamt stoðefni er notuð í ræktunartilraunir í gróðurhúsunum. Mynd 2) Athugun á mismunandi jarðvegsblöndum með lífrænum og tilbúnum áburði og uppeldi elriplantna. Mynd 3) Hálmur úr iðnaðarhampi sem ræktaður var á Reykjum sl. sumar, ætlaður til jarðgerðarverkefna.

Mynd 1) Fuglaskoðunarferðir eru fastur liður í kennslu í dýrafræði. Mynd 2) Skrúðgarðyrkjunemar við æfingar í verknámshúsi. Mynd 3) Býflugnarækt er kennd á Reykjum. Hér er verið að setja saman ramma í býflugnabú.

Skógtækninemar fræðast um öryggisatriði í meðferð véla til grisjunar og skógarhöggs.

Garð- og skógarplöntubrautin við plöntugreiningar og fræsöfnun á Reykjum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...