Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Líf og fjör í Grobbholti við Húsavík
Mynd / Aðalsteinn Árni Baldursson
Líf og starf 25. maí 2020

Líf og fjör í Grobbholti við Húsavík

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það hefur heldur betur verið líf og fjör í Grobbholti liðna daga, en þangað hafa leik- og grunnskólabörn af Húsavík ásamt öðrum góðum gestum komið og litið á litlu lömbin sem þar skoppa nú um að minnsta kosti bráðum grænar grundir. 
 
Grobbholt er skammt ofan Húsavíkur og þar stunda fjórir félagar úr bænum frístundabúskap af miklum móð. Fyrir hópnum fer Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, stéttarfélags. 
„Við erum með um 40 kindur í Grobbholti og búskapurinn hjá okkur gengur vel. Sauðburður hefur sömuleiðis gengið vel og þó nokkuð komið af lömbum,“ segir hann.
 
Aðalstein Árni Baldursson, frístundabóndi og fromaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, er ólatur við að sýna börnunum kindurnar sínar. 
 
Leikskóla- og grunnskólabörn koma gjarnan við í fjárhúsunum og hafa gaman af að berja ungviðið augum. Sá háttur hefur verið hafður á um nokkurra ára skeið og hafa Aðalsteinn og félagar gert hvað þeir geta til að taka vel á móti börnunum. Þeir hafa bætt við sig dýrum, eru með dúfur, hænu og kanínu svo börnin hafa nóg við að vera í heimsókn sinni í Grobbholt – sem Aðalsteinn segir að sumir hverjir vilji kalla Stóra-Grobbholt og þykir réttnefni.
 
„Fólk hér um slóðir segir stundum að sumarið sé komið þegar búið er að líta við hjá okkur og heilsa upp á lömbin,“ segir Aðalsteinn. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...