Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Keppni í hundasleðaakstri.
Keppni í hundasleðaakstri.
Mynd / Marcin Kozaczek
Líf og starf 9. apríl 2021

Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Mikið líf og fjör hefur verið í Mývatnssveit en þar stóð yfir Vetrarhátíð tvær fyrstu helgar marsmánaðar og var heilmikið um að vera. Það má segja að ferðaþjónustan í sveitinni hafi farið af stað með látum eftir vetrardvala.

Á hátíðinni eru stundaðar bæði hefðbundnar sem og óhefðbundnar vetraríþróttir í einstakri náttúrufegurð Mývatnssveitar. Hátíðin nú sló heldur betur í gegn og fjöldi fólks sótti Mývetninga heim og átti þar góða daga, naut alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Uppbókað var á gistiheimilum og allir viðburðir voru vel sóttir.

Hestamótið Mývatn Open – hestar á ís fór fram í brakandi blíðviðri. Veiðifélag Mývatns bauð gestum upp á að prófa dorgveiði og mættu um 150 manns á þann viðburð, en dorgveiði er órjúfanlegur hluti af sögu og tilveru Mývetninga. Vart mátti á milli sjá hvort skemmtu sér betur börn eða fullorðnir úti á ísnum í glampandi sól með kakó – eða kaffibolla.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands fór fram hjá Snow dogs í Vallholti í Þingeyjarsveit og var mikið fjör í tengslum við það, keppnin spennandi og alltaf vinsælt að fá að klappa hundunum aðeins.  

Þeir eru fallegir hundarnir. 

Pappakassinn sló í gegn

Nýr dagskrárliður, Pappakassinn, var haldinn í fyrsta sinn nú í ár og sló rækilega í gegn. Gengur sú keppni út á að hanna og byggja sleða úr bylgjupappa, límbandi og lími og renna sér niður brekku á skíðasvæðinu við Kröflu. Keppt var í ýmsum flokkum, m.a. um flottasta sleðann og þann hraðasta sem og skemmtilegustu liðsstemninguna. Lögðu keppendur mikinn metnað í sleðana og varð úr hin besta skemmtun þannig að þessi liður Vetrarhátíðar verður örugglega fastur liður Vetrarhátíðar.

Rúsínan í pylsuendanum var þegar fyrsta umferð í Íslandsmótinu í snjókrossi var haldin og sýndu keppendur virkilega góða takta á sleðum sínum. Gestir voru hvattir til að taka með sér gönguskó og skíði og njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða á sínum forsendum og sjá mátti fólk á ferðinni á skíðum sínum að njóta náttúrunnar og upplagt eftir vel heppnaða skíðaferð að skella sér í jóga og slaka síðan á í Jarðböðunum. 

Sigurvegarar í Pappakassanum. Gengur sú keppni út á að hanna og byggja sleða úr bylgjupappa, límbandi og lími og renna sér niður brekku á skíðasvæðinu við Kröflu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...