Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
LH bannar tungubogamél en FEIF ekki
Fréttir 5. júní 2014

LH bannar tungubogamél en FEIF ekki

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Landssamband hestamannafélaga (LH) hefur bannað notkun á tungubogamélum með vogarafli í íþrótta- og gæðingakeppnum á vegum sambandsins. Ástæðan er að notkun mélanna er talin afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hrossa og jafnvel stangast á við lög um dýravelferð. FEIF, Alþjóðasamtök eigenda íslenska hestins, styðja hins vegar ekki bannið.

Ákvörðun LH er í samræmi við áskorun yfirdýralæknis um bann við notkun mélanna og er byggð á rannsóknum Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, og Þorvaldar Kristjánssonar, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir þeirra hafa sýnt að notkun slíkra méla eru afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hjá keppnishestum.

75-faldar líkur

Í rannsókninni var farið yfir heilbrigðisskoðun keppnishesta á Landsmóti hestamanna og Íslandsmóti í hestaíþróttum árið 2012. Samkvæmt niðurstöðunum er gríðarleg fylgni milli notkunar stangaméla með tunguboga og áverka á kjálkabeini hrossa, eða um 75-falt meiri líkur en við notkun annara méla. Í erindi sem Sigríður hélt á Landsýn, vísindaþingi landbúnaðarins, í mars síðastliðnum fór hún yfir rannsóknina. Meðal þess sem kom þar fram var að í sumum tilfellum væru meiðslin svo alvarleg að hross sem þau hlytu myndu aldrei jafna sig og ná fullum bata. Gögn úr nýlegri sænskri rannsókn staðfesta sams konar áverka við notkun tunguboga.

Stjórn Landssambandsins leitaði aðstoðar lögfræðings sem komst að þeirri niðurstöðu að heimilt væri að banna mélin í keppnum á vegum LH og FEIF, Alþjóðasamtökum eigenda íslenska hestsins. Mél teljast vera með tunguboga þegar hæðarmunur frá neðri kanti endastykkis mélanna upp í neðri kant á efsta hluta er meiri en hálfur sentimetri. Öll mél með stöngum og/eða keðju teljast mél með vogarafli.

Bannið hefur þegar tekið gildi og mun stjórn LH leggja niðurstöðu sína ásamt nýjum upplýsingum sem fram kunna að koma fyrir landsþing sem haldið verður í október.

Tamningamenn og hrossabændur skora á FEIF

Bæði Félag tamningamanna og Félag hrossabænda sendu í kjölfarið á ákvörðun LH áskorun til FEIF um að banna þegar notkun á einbrotnum mélum með tunguboga, vogarafli og keðju og einjárnungum með tunguboga, vogarafli og keðju. FEIF hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að samtökin styðji ekki bannið.

Í yfirlýsingu FEIF kemur fram að þrátt fyrir áhyggjur manna varðandi ákveðnar gerðir méla hafi FEIF „ekki borist ábendingar það sem af er þessu ári um vandamál vegna þeirra“. Samtökin hyggjast nota yfirstandandi keppnistímabil til að fylgjast betur með notkun mélanna og hugsanlegt tjón sem þau geta valdið. Þá er lögð áhersla á nýjar reglur sem tóku gildi 1. apríl um hert eftirlit og áherslubreytingar til að bæta reiðmennsku og samband manns og hests. Dómarar eru hins vegar minntir á mikilvægi þess að vísa öllum hrossum úr keppni, séu þau sár, óháð þeim búnaði sem notaður er.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f