Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leyfum námsfólki að afla aukatekna – án lánaskerðinga!
Lesendarýni 23. september 2021

Leyfum námsfólki að afla aukatekna – án lánaskerðinga!

Höfundur: Kolbrún Baldursdóttir og Tómas A. Tómasson.

Við hjá Flokki fólksins látum okkur varða um hag námsfólks í framhaldsskólum.

Það er í senn ósanngjarnt og ástæðulaust að skerða námslán eða skera þau niður ef námsmenn vinna með sínu námi. Það er ekki verið að gefa þeim peningana, þetta eru lán sem þeir endurgreiða að fullu á vöxtum. Svo það kostar ríkið ekkert að fella niður þessa reglu.

Brjótum múra – bætum kjörin!

Þessu viljum við breyta og til þess liggja nokkrar ástæður:

  1. Það er hvetjandi fyrir námsfólk að finna að samfélagið vill greiða götu þess við krefjandi aðstæður.
  2. Námslánin eru ekki hærri en svo að viðkomandi þarf að lifa meinlætalífi og spara hverja krónu sem er ósanngjarnt. Námsmenn eiga ekki að þurfa að hokra!
  3. Fólk, sem vinnur með námi, greiðir skatta og skyldur af tekjunum svo að ríkið græðir líka.
  4. Að mega ekki vinna frjálst með námi getur skapað biturð gagnvart ríkisvaldinu sem er óþarfi.
  5. Námsfólk hefur gott af því að fara út fyrir boxið og kynnast alls konar starfsumhverfi. Það er dýrmæt reynsla sem fylgir því út í lífið.
  6. Það bráðvantar gott starfsfólk í aukavinnu og hlutastörf t.d. á veitingahúsum, skemmtistöðum, hótelum og alls kyns þjónustufyrirtækjum sem eru með mismunandi álagstíma.
  7. Allir græða, námsfólk fær aukakrónur og atvinnurekandinn fær gott starfsfólk!

 

Fólkið fyrst – svo allt hitt!

 

Tómas A. Tómasson,
veitingamaður og oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kolbrún Baldursdóttir,
sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...