Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Leyfisveitingar vegna innflutnings  á landbúnaðarvörum
Fréttir 12. ágúst 2015

Leyfisveitingar vegna innflutnings á landbúnaðarvörum

Í lok júní samþykkti Alþingi breyt­ingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Lögunum er m.a. ætlað að hindra að dýrasjúkdómar berist til landsins en óheimilt er að flytja inn ákveðnar landbúnaðarvörur nema með sérstöku leyfi. Matvælastofnun mun framvegis sinna þessum leyfisveitingum.
 
Fyrir fyrrgreinda lagabreytingu gaf sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráð­herra út leyfi til innflutnings og þurftu umsækjendur að sækja um leyfi til innflutnings til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Frá og með 21. júlí 2015 ber umsækjendum að sækja um leyfi til innflutnings á neðangreindum vörum til Matvælastofnunar:
  • Hráar og lítt saltaðar sláturaf­urðir, bæði unnar og óunnar, hrá egg, ósótthreinsuð hrá skinn og húðir, alidýraáburð og rotmassa blandaðan alidýraáburði.
  • Kjötmjöl, beinamjöl, blóðmjöl og fitu sem fellur til við vinnslu þessara efna.
  • Hey og hálm.
  • Hvers konar notaðar umbúðir, reiðtygi, vélar, tæki, áhöld og annað sem hefur verið í snert­ingu við dýr, dýraafurðir og dýraúrgang.
  • Hvers konar notaðan búnað til stangveiða.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f