Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Leyfa notkun á skordýraeitri sem drepur býflugur
Fréttir 20. ágúst 2015

Leyfa notkun á skordýraeitri sem drepur býflugur

Höfundur: Vilmundur Hansen
Brest stjórnvöld hafa gefið bænd­um leyfi til að nota skordýraeitur sem er bannað innan landa Evrópu­sambandsins. Leyfið er tímabundið og gildir í 120 daga.
 
Andstæðingar notkunar á eitrinu segja að það geti haft gríðarlega slæmar afleyðingar í för með sér fyrir býflugnastofna í landinu. Blýflugum í Bretlandi og víðar um heim hefur fækkað mikið undanfarin ár og er dauði þeirra yfirleitt rakinn til óhóflegrar notkunar á skordýraeitri. Blýflugur eru nauðsynlegar við frjóvgun í ávaxtatrjáa og annarra plantan í matvælaiðnaði og fækk­un þeirra er þegar farin að hafa áhrif á uppskerumagn.
 
David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir aft­ur á móti að það vanti vísindaleg rök sem sanna að eitrið sé meginástæða fækkun býflugna. Nefnd sem Cameron setti á laggirnar meðal annars til að kanna hvaða áhrif skordýraeitur hefði á býflugur lagðist gegn notkun efnisins. 
 
Efnið sem um ræðir er framleitt af fræsölu- og efnaframleiðslufyrirtækjunum Bayer og Syngenta sem segja að efnið sé ekki hættulegt býflugum og hafa eytt stórfé í sannfæra stjórnmálamenn, bændur og almenning um að svo sé.
 
Leyfi til að nota eitrið gildir í 120 daga og samkvæmt því mega bænd­ur sem stunda repjurækt og framleiða repjuolíu nota það á akra sína til að halda niðri skordýrum sem leggjast á plöntur af krossblómaætt. 
 
Landssamtök bænda á Bret­lands­eyjum fagna leyfinu og segja að það muni koma í veg fyrir gjaldþrot fjölda bænda sem rækta repju. 
 
Ríflega 500.000 manns á Bret­lands­eyjum hafa skrifað undir kröfu þess efnis að leyfið verið afturkallað hið snarasta.

Skylt efni: býflugur | skordýraeitur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...