Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Léttir sumarréttir þar sem fiskur og lamb koma við sögu
Matarkrókurinn 21. júlí 2017

Léttir sumarréttir þar sem fiskur og lamb koma við sögu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Sumarið er tími ferðalaga og fersks hráefnis. Nú þegar veiðitímabilið stendur sem hæst er kjörið að útbúa eitthvað úr aflanum. Fyrir þá sem fara ekki í silungsveiði er kjörið að heimsækja fisksalann og útbúa plokkfisk. Fyrir nýjungagjarna sveitamenn og aðra lesendur Bændablaðsins kynnum við til sögunnar litla lambaborgara sem eru sannkallað lostæti.
 
Silungur með agúrku og selleríþynnum ásamt kotasælu og dilli 
 
Þetta er léttur réttur þar sem spila vel saman feitur silungur, mjúkur og mildur ostur ásamt stökku sellerí og ferskum agúrkum. Ferskt bragð úr íslenskum vötnum og úr gróðurhúsum garðyrkjubænda.
 
Hráefni:
200 g reyktur silungur í litlum bitum eða þunnt skornum sneiðum.
½ stk. agúrka
2 stilkar sellerí, skrældir strimlar með grænmetisflysjara
Safi af 1 sítrónu
3 msk. eplaedik
1 rauður chili, fínt saxaður
4 msk. ólífuolía
50 g kotasæla
 
Aðferð:
Blandið saman í skál agúrku og sellerí (sem er búið að flysja í borða með grænmetisflysjara) ásamt sítrónusafa, ediki, chili og ólífuolíu. Leggið silungasneiðar á disk. Toppið silunginn jafnt með sellerí og agúrkuborðum. Takið  kotasælu og setjið í kringum fiskinn og grænmetið ásamt salati eða kryddjurtum til skrauts.
 
 
Litlir lambahamborgarar
 
Þetta er skemmtilegt tilbrigði við venjulega hamborgara og þýðir að gestir þínir munu enn hafa pláss fyrir alla aðra fæðu sem er í boði. Litlir hamborgarar eru líka frábærir fyrir miðnætursnarl eftir veislu eða samkvæmi.
 
Hráefni:
250 g hakkað lambakjöt eða tilbúið úrvalshakk
1 lítill laukur, fínt saxaður
1 hvítlauksgeiri, fínt hakkaður
1 eggjarauða
25 g hvítt brauð, mylsna eða snakk 
Íslenskt krydd eftir smekk, til dæmis hvönn eða kerfill
1 tsk. ferskt blóðberg
4 tsk. grískt jógúrt
Litlar hamborgarabollur eða útstungið franskbrauð 
Salt og ferskur malaður svartur pipar.
Eftir smekk má setja hvaða fyllingu og grænmeti sem fólk vill, t.d. salat, sneidda tómata og rauðlaukssneiðar.
 
Aðferð:
Setjið lambið í skál með lauknum, hvítlauk, eggjarauðu, ásamt brauðraspi eða snakki ásamt kryddi.
Bætið salti og pipar og blandið með hreinum höndum, þar til öll innihaldsefnin eru komin saman. Mótið í sex litla hamborgara, pressið létt og látið hvíla í 30 mínútur.
 
Setjið á grillið og eldið í 3–6 mínútur á hvorri hlið eða þar til fulleldað. Blandið restina af kryddjurtunum  við jógúrtið og kryddið með salti og pipar. Setjið hamborgarana í bollur eða útstungið brauð með jógúrt, salati, tómötum og rauðlauk.
 
 
Plokkfiskur með rúgbrauði og kryddjurtum
 
400 g eldaður þorskur eða ýsa (þarf aðeins meira ef hrár)
400 g kartöflur (soðnar og skrældar)
1 laukur (saxaður fínt)
300 ml mjólk 
55 g smjör 
3 msk hveiti
salt og pipar
2 msk. íslenskar kryddjurtir (ferskar og saxaðar til að bæta lit, bragð og til skreytingar)
 
Aðferð
Ef fiskurinn er soðinn er hann brotinn upp í flögur. Annars soðinn og bætt í kartöflurnar.
Merjið kartöflur og fínsaxið laukinn.
Hitið mjólk í potti að suðumarki.
Í stórri pönnu (meðan mjólkin er í upphitun), bræðið  smjör og létteldið lauk yfir meðalhita án þess að leyfa lauknum að brúnast.
Blandið hveiti við lauk, hrærið vel og eldið í 1-2 mínútur. Smátt og smátt bætið við heitu mjólkinni á meðan hrært er stöðugt. Látið malla í 3-4 mín. Hrærið allan tímann svo ekki brenni í botninn.
Bætið við fiski og hrærið hratt til að brjóta fiskinn alveg. Kryddið með salti og miklum pipar.
Bætið kartöflum við og hrærið varlega. Eldið yfir lágum hita þar til allt er gegnhitað.
Setjið í fjórar skálar og skreytið með 1/2 msk. af jurtum. Framreiðið heitt með dökku rúgbrauði og smjöri.
Skreytið með íslenskum kryddjurtum eins og graslauk, villtum kerfli eða ætum blómum.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...