Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Höfundur: Prjónakveðja Stelpurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafsláttinn hjá okkur frá 15. mars til 14. apríl n.k.

DROPS Design: Mynstur fa-017-bn.

Stærðir: 2 (3/4) (5/6) 7/8 (9/10) ára.

Stærð í cm: 92 (98/104) 110/116 (122/128) 134/140.

Garn: DROPS SAFRAN (fæst í Handverkskúnst). 150 (200) 200 (200) 200 g litur á mynd nr 15, plóma.

Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm nr 4 og 60 cm nr 3 fyrir fald á pilsi – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 x 10 cm á prjóna nr 4.

Annað: Teygja: ca 50 -70 cm. Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður á hringprjóna.

Uppskrift: Fitjið upp 124 (134) 144 (154) 164 lykkjur á hringprjón nr 3 með Safran. Tengið í hring og prjónið slétt 6 cm.

Næsta umferð er prjónuð þannig: Leggið uppfitjunar- kantinn aftan við prjóninn, þannig að þessi 6 cm sem hafa verið prjónaðir liggi tvöfaldir (með réttuna út).

Prjónið 1 lykkju af prjóni, JAFNFRAMT er þessi lykkja prjónuð saman við 1 lykkju frá uppfitjunarkanti, haldið svona áfram þar til eftir eru 4 lykkjur, prjónið 4 lykkjur án þess að prjóna uppfitjunarkantinn með (= gat til að þræða teygju).

Skiptið yfir á hringprjón nr 4, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir. Setjið 10 prjónamerki í stykkið, með 11 (12) 13 (14) 15 lykkjur á milli (setjið prjónamerki í eina lykkju).

Prjónið síðan sléttprjón, JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju (með því að slá 1 sinni uppá prjóninn), í hægri hlið við hvert prjónamerki, aukið út í annarri hverri umferð, alls 27 (33) 40 (48) 56 sinnum = 390 (460) 540 (630) 720 lykkjur – útauknu lykkjurnar eru prjónaðar snúið slétt í næstu umferð, svo að ekki myndist gat.

Á eftir síðustu útaukningu (stykkið mælist ca 22 (26) 31 (37) 42 cm) fellið laust af með sléttum lykkjum þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, ((** stingið inn hægri prjón á milli 2 fyrstu lykkja á vinstra prjóni (þ.e.a.s. á milli lykkja á prjóni, ekki í gegnum lykkjuna), sláið 1 sinni uppá hægir prjón, dragið uppsláttinn fram á milli lykkja og setjið uppsláttinn á vinstri prjón **, endurtakið frá **-** 2 sinnum til viðbótar (= 3 nýjar lykkjur á vinstri prjóni).

* Prjónið fyrstu lykkjuna á vinstri prjóni slétt, takið fyrstu lykkjuna á hægri prjóni yfir síðustu lykkjuna sem var prjónuð*)), endurtakið frá *-* alls 6 sinnum og endurtakið frá ((-)) meðfram öllu pilsinu þar til eftir er 1 lykkja, klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum síðustu lykkju.

Þræðið teygju í faldinn og saumið opið saman.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...