Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Stefanía Gísladóttir, Helga Jóhannsdóttir, Silke Van Broeck, Ómar Ragnarsson og Bjarni Þór Haraldsson. Myndin er tekin á sænska dreifbýlisþinginu sem hópurinn frá Íslandi sótti.
Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Stefanía Gísladóttir, Helga Jóhannsdóttir, Silke Van Broeck, Ómar Ragnarsson og Bjarni Þór Haraldsson. Myndin er tekin á sænska dreifbýlisþinginu sem hópurinn frá Íslandi sótti.
Mynd / aðsend
Lesendarýni 31. október 2024

Leitum samstarfsaðila fyrir landsbyggðarverkefni

Höfundur: Hildur Þórðardóttir, formaður Landsbyggðin lifi.

Landsbyggðin lifi leitar eftir samstarfi við framfarafélög, þorp, bæjarfélög eða sveitarfélög í verkefni með landsbyggðarkjörnum í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku um hvað þarf til að viðhalda byggðunum og sérstaklega að nýtt fólk geti flutt þangað.

Hildur Þórðardóttir

Nú þegar lífið á höfuðborgarsvæðinu snýst um umferðarteppur, óaðlaðandi miðbæ, mengun, hávaða og glæpi, endalaust frístundaskutl og langar vegalengdir, eru margir sem íhuga að flytja út á land og einfalda lífið. En hvað stendur í vegi? Vantar húsnæði? Atvinnu? Nettengingu? Þarf betri samgöngur? Þjónustu? Eru kannski fordómar sem standa í vegi?

Samstarf með bæjum og þorpum á Norðurlöndunum þýðir að þátttakendur geta deilt vandamálum og lausnum. Kannski hafa bæir í Finnlandi lausnir sem henta bæjum á Íslandi.

Með því að nálgast verkefnið ekki út frá fyrir fram ákveðnum hindrunum og að ekkert sé hægt að gera, heldur með opnum huga og hugsa „hvað ef ekkert stæði í vegi“ er hægt að opna fyrir margar frjóar hugmyndir. Verkefnið er hægt að nota til að efla íbúalýðræði og þátttöku íbúa í nærsamfélaginu.

Verkefnið er til þriggja ára og á þeim tíma mun hvert þátttökuland skipuleggja málþing eða vinnustofur til að ræða ákveðna þætti sem mest brenna á. Landsbyggðin lifi mun skipuleggja málþingin fyrir Íslands hönd.

Verkefnið miðar að því að gera landsbyggðina að meira aðlaðandi stað til að flytja til og búa á með því að bæta skilyrðin fyrir húsnæði og þjónustu. Þannig verður landsbyggðin að raunhæfum kosti fyrir fleiri. Með fjölgun íbúa er markmiðið að endurvekja staðbundna þjónustu sem kemur öllum til góða. Hér áður fyrr voru mörg framfarafélög úti um allt land sem tóku málin í eigin hendur og unnu að framfaramálum í nærsamfélaginu. Með nýjum kynslóðum og örari lífsmáta hafa flestöll þessi framfarafélög sofnað. Það er von okkar hjá Landsbyggðin lifi að hægt sé að endurvekja þessi gömlu félög eða stofna ný íbúafélög með þessu verkefni.

Þeir sem hafa áhuga eða vilja frekari upplýsingar vinsamlega hafið samband við undirritaða.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...