Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áætlaðar eru frekari rannsóknir í Frakklandi á næmi mismunandi arfgerða íslenskra geita fyrir riðusmiti.
Áætlaðar eru frekari rannsóknir í Frakklandi á næmi mismunandi arfgerða íslenskra geita fyrir riðusmiti.
Mynd / sá
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sýni úr 225 geitum hafa verið raðgreind en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu gegn riðu. Rannsóknir halda áfram.

Arfgerðarannsóknum á geitum verður fram haldið í vetur og fram á vor. Brynjar Þór Vigfússon, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir nú unnið að fjármögnun og fyrirkomulagi verkefnisins og vonast til að unnt verði að kynna það fljótlega. Sýni eru greind í Frakklandi að sögn Brynjars Þórs, þar sem Íslensk erfðagreining hafi ekki treyst sér í verkefnið.

Ekki árangur enn

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hefur beitt sér mjög fyrir lausnum á riðuveiki hérlendis. Hún segir nú loksins liggja fyrir niðurstöður úr PMCA-næmisprófunum sem Vincent Béringue sem rannsakað hefur príonsjúkdóma spendýra, hafi framkvæmt í Frakklandi. Því miður hafi þær ekki skilað árangri enn sem komið er.

Leita í sem breiðustum hópi

„Alls 225 geitur voru raðgreindar og Vincent prófaði allar arfgerðir sem hafa fundist til þessa hér á landi: ARQ/ARQ, S138S/ARQ og S138S/ S138S,“ segir Karólína í skýrslu til Geitfjárræktarfélagsins. „Hann notaði tvö mismunandi íslensk smitefni. Því miður reyndist engin þessara arfgerða með mótstöðu gegn riðu. Vincent mælir því eindregið með því að leita markvisst eftir D146, S146 og K222 í öllum stofnum sem hafa reynst verndandi gegn riðu víða um heim og sem eru viðurkenndir breytileikar í ESB sem verndandi í geitum,“ segir hún enn fremur.

Markmiðið sé því að leita í eins breiðum hópi og mögulegt er. Það sé kostnaðarsamt en reynt verði að koma til móts við þann kostnað á einhvern hátt.

Skylt efni: geitur | geitfjárrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f