Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gunnarsholt.
Gunnarsholt.
Mynd / Jón Karl
Fréttir 2. maí 2022

Leitað að ljósmyndum úr sögu Gunnarsholts

Höfundur: Ritstjórn

Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, vinnur nú að ritun bókar um sögu Gunnarsholts. Sagan mun beina sjónum lesandans að því hvernig þessi kostajörð við landnám breyttist í sandauðn og því einstæða afreki að breyta þessari gereyddu jörð í land er fóstraði langstærsta bú sem nokkurn tímann hefur verið rekið á Íslandi.

Ætlunin er að segja söguna sem mest með ljósmyndum og nú er leitað til þeirra sem gætu átt myndir. Áherslan er lögð á myndir sem sýna lífið og starfið í Gunnarsholti en ekki er verið að biðja um myndir úr landgræðsluflugi eða landgræðslu í öðrum landshlutum.

Auðvitað væri gott að fá slíkar myndir varðandi landgræðslu til varðveislu en þær færu ekki í bókina sem nú er í undirbúningi.

Þetta gætu verið myndir af fólki við störf í Gunnarsholti eða af vélakosti, sauð- og holdanautum svo dæmi séu tekin. Eitt sinn var stóðhestastöð í Gunnarsholti og má vera að hestamenn hafi tekið myndir af gæðingum í stöðinni.

Þá hlýtur kornræktin í Gunnars- holti að hafa vakið áhuga bænda og áhugafólks um kornrækt – og einhver hefur án efa tekið myndir af korni og repju. Sama gildir um graskögglaverksmiðjuna sem var nýjung á sínum tíma. Þá var rekið vistheimili á Akurhóli í Gunnarsholti og væri ljúft að fá myndir frá þeirri starfsemi og ekki síður þeim listaverkum sem íbúarnir bjuggu til. Skógræktarmenn sem sköpuðu asparskóginn í Gunnarsholti gætu hafa tekið myndir sem og þeir sem hafa lagt leið sína í Gunnlaugsskóg.

Sveinn Runólfsson er með síma 8930830 og netfangið sveinnrun@gmail.com.

Aðstandendur bókar­innar eru tilbúnir til að koma til fólks og sækja myndir og gömul albúm, láta skanna myndir og skila aftur.

Skylt efni: Gunnarsholt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...