Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá uppskerudeginum 2019 þar sem Feed the viking kynnir vörur sínar, Beef Jerky og Lamb Jerky.
Frá uppskerudeginum 2019 þar sem Feed the viking kynnir vörur sínar, Beef Jerky og Lamb Jerky.
Mynd / Til sjávar og sveita
Fréttir 13. október 2021

Leitað að bestu matarfrumkvöðlum landsins til þátttöku í hraðlinum Til sjávar og sveita

Höfundur: smh

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita verður gangsettur í þriðja sinn nú í nóvember. Icelandic Startups, sem hafa stýrt viðskiptahraðlinum undanfarin tvö ár, leita nú að bestu matarfrumkvöðlum landsins til þátttöku.

Á þessum tveimur árum hafa 19 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn og sum náð markverðum árangri bæði á innlendum og erlendu mörkuðum.

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember næstkomandi en hraðallinn hefst formlega 15. nóvember, stendur yfir í fjórar vikur og lýkur með uppskerudegi 10. desember. Hægt er að sækja um á vef Til sjávar og sveita.

Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga. Þá er boðið upp á ýmis tækifæri til að koma vörunum á framfæri.

Sérstakur markaðshraðall í ár

Í ár verður hraðallinn keyrður sem sérstakur markaðshraðall að erlendri fyrirmynd, í samstarfi við GAN - Global Accelerator Network. 

Nettó eru bakhjarlar hraðalsins annað árið í röð og taka þau virkan þátt í allri framkvæmd hraðalsins og deila þar sinni þekkingu og reynslu þegar kemur að markaðssetningu á matvöru. 

Óskað er eftir fyrirtækjum sem eru langt komin í vöruþróun, tilbúin með vöru á markað eða hafa hafið markaðssókn. Aðeins fimm fyrirtæki verða tekin inn í hraðalinn og er því leitað er að bestu matarsprotum landsins sem munu í gegnum hraðalinn fá öflugan undirbúning og stuðning fyrir markaðssókn innanlands og utan.

Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hraðallinn er keyrður með áherslu á markaðssókn og útrás. „Við erum spennt fyrir verkefninu. Markmiðið er skýrt, við viljum styðja við útrás íslenskra matvæla og teljum þetta vera rétta leið. Svona markaðshraðlar eru sannprófaðir og við gerum þetta með góðum stuðningi frá GAN.“

Pure Natura var þátttakandi 2019, en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á fæðubótarvörum sem unnar eru meðal annars úr íslenskum innmat.

Skylt efni: Til sjávar og sveita

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f