Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Leitað að besta sáðgresinu
Mynd / sá
Fréttir 26. júní 2025

Leitað að besta sáðgresinu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Tegund sáðgresis hefur mest áhrif á endingu en sláttutími mikil áhrif á heildaruppskeru og talsverð á fóðurgildi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á túngrösum.

Þóroddur Sveinsson, fyrrverandi tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur rannsakað hvað mögulega gæti verið besta sáðgresið og hvort unnt væri að auka endingu þess í túnum án þess að það komi mikið niður á magni og gæðum uppskerunnar.

Undirstaða hefðbundins landbúnaðar á Íslandi eru fjölær fóðurgrös og ræktun þeirra, segir Þóroddur í rannsóknargrein sem birt er í innblaði. Fóðurgildi og uppskera skipti þar miklu máli og þá sérstaklega í mjólkurframleiðslunni, þar sem kostað sé miklu til og kröfur eru um hátt afurðastig gripa. Kúabændur rækti því tún sín með innfluttu sáðgresi sem hafi sýnt sig hafa umtalsverða yfirburði fram yfir innfædd fóðurgrös.

Rétt tegund lykill að endingu

Þóroddur segir verkefnið hafa orðið til vegna fyrirspurna kúabænda um hvort þeir gætu aukið endingu sáðgresis í túnum sínum án þess að það kæmi mikið niður á magni og gæðum uppskeru. Þannig var stefnt að því að bæta árangur bænda í eigin ræktun á gróffóðri með því að hámarka gæði og magn uppskerunnar.

Borin voru saman eftirsóttustu fóðurgrösin og ending þeirra í túnum yfir sex ára tímabil. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur m.a. fram að það sem hafði mest áhrif á endingu var tegund sáðgresis. Sláttutíminn hafði marktæk en minni áhrif í sumum tegundum en ekki í öðrum. Sláttutíminn hafði aftur á móti mikil áhrif á heildaruppskeru sem og talsverð áhrif á fóðurgildið. Segir í niðurstöðum að óháð tegundum ætti að stefna á að taka fyrsta slátt við upphaf skriðs, sem sameini mikla uppskeru og hátt fóðurgildi. Æskilegast væri að taka aðeins tvo slætti á ári.

Sáðblöndur góður kostur

Þá kom í ljós að sáðblanda reyndist vera með mestu endinguna heilt yfir. Fyrstu árin voru vallarfoxgras og hávingull mest áberandi í blöndunni en síðasta árið bar mest á vallarsveifgrasinu úr blöndunni. Uppskera sáðblöndunar var ágæt, sem og fóðurgildið, yfir sex ára rannsóknartímabilið. Sáðblöndur eru því taldar vera góður kostur þegar stefnt er að endingu og ekki mjög tíðum sáðskiptum.

Leggur Þóroddur til í rannsóknargreininni að gerðar verði víðtækari tilraunir með blöndunarhlutföll milli tegunda. Álitlegar tegundir saman í blöndur segir hann vera vallarfoxgras, vallarrýgresi og rauðsmára, þar sem stefnt er að tíðum sáðskiptum, en bæta megi við góðu vallarsveifgrasi sé stefnt að lengri endingu.

Sjá nánar á síðum 38-9 í nýja Bændablaði sem kom út í dag

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...