Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Birkikemba í birkilaufblaði.
Birkikemba í birkilaufblaði.
Mynd / Edda S. Oddsdóttir.
Líf og starf 29. júlí 2021

Leita eftir upplýsingum um skaðvalda á trjám

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknasvið Skógræktarinnar hvetur fólk til að líta eftir skaðvöldum á trjám og runnum um allt land og láta vita ef vart verður við áberandi eða óvenjulegar skemmdir vegna smádýra, sjúkdóma, veðurs eða annars sem skemmt getur trjágróður. Myndir og greinargóðar lýsingar eru vel þegnar.

Nú þegar sumarið er í algleymingi og allt er lifnað við óskar starfsfólk Mógilsár, rannsóknasviðs Skóg­ræktarinnar, eftir því að fólk um allt land sendi upplýsingar um ástand skóga þar sem farið er um, sérstaklega ef vart verður við einhvers konar óværu á trjánum. Þetta samstarf við fólkið í landinu hefur reynst afar vel undanfarin ár og er öllum sem hafa veitt upplýsingar um skaðvalda sendar bestu þakkir.

Asparglytta, birkikemba og birkiþéla dreifa sér hratt

Sérstaklega er fólk beðið um að hafa augun opin fyrir nýjum pestum á viðkomandi svæðum. Skaðvaldar eins og asparglytta, birkikemba og birkiþéla virðast til dæmis vera að dreifa sér hratt um landið um þessar mundir. Einnig væri dýrmætt að fá svar við spurningunni:„Hver/hverjir finnst þér vera mest áberandi skaðvaldarnir á trjám í þínum landshluta/svæði í ár?“

Myndir mjög gagnlegar

Myndir mega gjarnan fylgja með enda geta þær verið mjög gagnlegar til að staðfesta greiningar. Allar myndir eru vistaðar í gagnagrunni þar sem skráð er hver er höfundur eða rétthafi þeirra. Gengið er út frá því að myndir sem fólk sendir megi nota á glærum fyrirlestra, þar sem ljósmyndara er getið, en óskað verður leyfis ef ætlunin er að nota þær til opinberrar birtingar, svo sem í Ársriti Skógræktarinnar, á vefnum, í prentmiðlum o.þ.h. Vilji fólk ekki að myndir séu notaðar með þeim hætti er fólk hvatt til að geta þess um leið og myndirnar eru sendar.

Nánari upplýsingar gefur Brynja Hrafnkelsdóttir á Mógilsá. Hún tekur líka við upplýsingum um skaðvalda á netfanginu brynja@skogur.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...