Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Leikfélag Hörgdæla eignast félagsheimilið Mela
Fréttir 5. júní 2014

Leikfélag Hörgdæla eignast félagsheimilið Mela

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fulltrúar Hörgársveitar, Kvenfélags Hörgdæla og Leikfélags Hörgdæla hafa skrifað undir samning um breytingar á eignarhaldi félagsheimilisins Mela í Hörgárdal.
 
Leikfélagið eignast húsið að fullu, með því meginskilyrði að sú starfsemi sem fram fer í húsinu stuðli að blómlegu starfi félagsins og styðji við menningarlífið í sveitarfélaginu og héraðinu öllu.
 
Leikfélag Hörgdæla hefur verið aðalnotandi Mela mörg undanfarin ár og sett þar upp leikverk af ýmsu tagi við góðan orðstír. Með samningnum er rennt enn styrkari stoðum en áður undir hið blómlega starf sem leikfélagið hefur staðið fyrir.
 
Eignaraðild Kvenfélagsins lýkur
 
Með samningnum lýkur eignaraðild Kvenfélags Hörgdæla að félagsheimilinu, sem staðið hefur óslitið allt frá upphafi. Kvenfélagið hefur verið einn af burðarásum samfélagsins í Hörgárdal og nágrenni um áratugaskeið og gert er ráð fyrir að samningurinn verði til þess að styrkja félagið.
 
Rekstur húseigna er stór þáttur í umsvifum Hörgársveitar og með samningnum er stuðlað að því að hann minnki. Eftir því sem tíminn líður er gert ráð fyrir að af því verði talsvert hagræði fyrir sveitarsjóðinn, um leið og „grasrótin“ í sveitarfélaginu fær frjálsari hendur en áður fyrir listsköpun sína og menningariðkun.
 
Í góðu ástandi
 
Félagsheimilið Melar í Hörgárdal var upphaflega byggt árið 1924, en hefur síðan verið stækkað og endurbætt, og er nú 260 m2 að stærð í góðu ástandi. Fyrir utan að henta vel til leiksýninga er húsið kjörinn staður fyrir fundi, veislur, ættarmót og hvers konar mannfagnaði.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f