Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þau Víðir Már Pétursson í hlutverki Toms og Jóhanna Helga Jóhannsdóttir í hlutverki ættleiðingarfulltrúans.
Þau Víðir Már Pétursson í hlutverki Toms og Jóhanna Helga Jóhannsdóttir í hlutverki ættleiðingarfulltrúans.
Líf og starf 28. október 2021

Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir Tom, Dick & Harry

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Fljótsdalshéraðs var stofnað á Egilsstöðum 31. ágúst 1966 og samkvæmt dagblaðinu Austra var gamanleikurinn Kjarnorka og kvenhylli frumsýndur í Valaskjálfi 27. maí ári seinna. Til gamans bauð leikfélagið frambjóðendum í Austurlandskjördæmi á sýninguna og skemmtu frambjóðendur sér hið besta.

Í lok ársins 1967 er svo auglýst að leikfélagið sé að æfa verkið Valtý á grænni treyju sem spunnið er í kringum sannsögulega atburði sem áttu sér stað á Egilsstöðum á 17. öld. Það var svo frumsýnt í janúarmánuði næsta árs og var það í annað skiptið sem leikritið var sett á fjalirnar. Frumflutningur þess var árið 1953 í Þjóðleikhúsinu, en vegna þess hve viðamikið það var í uppsetningu var nær ógerningur að sýna það nema á hringsviði. Leikfélag Fljótsdalshéraðs var svo lánsamt að fá til liðs við sig leikara sem hafði staðið á sviði Þjóðleikhússins er verkið var uppsett þar og tók hann að sér bæði leikstjórn og aðalhlutverk, vann að breytingum í samráði við höfundinn og fékk leikmyndum og atriðum fækkað þó nokkuð. Sýningin tókst því með prýði, hringsviðslaust þar sem allir gerðu sitt besta.

Leikfélag Fljótsdalshéraðs, sem nú telur 55 aldursár, er enn í fullu fjöri og frumsýndi þann 23. október verkið Tom, Dick & Harry eftir Ray og Michael Cooney, sem er vandræðafarsi af bestu gerð. Höfundarnir eru vel þekktir og hafa meðal annars samið verkin „Með vífið í lúkunum“, „Úti að aka“ og „Nei, ráðherra“ en þau hafa verið sett upp víða um heim síðastliðna áratugi.

Sýningin Tom, Dick og Harry fjallar um hjónin Tom og Lindu sem eiga von á manneskju frá ættleiðingastofnun sem ætlar að líta á heimili þeirra, en bræðrum Toms, þó velviljaðir séu að eðlisfari, tekst að setja allt á annan endann og klúðra fyrir þeim málum. Þetta er grínverk af bestu gerð sem mun heldur betur kitla hláturtaugarnar enda þarna á ferð leikendur af bestu gerð, alls níu talsins í þessu verki. Að uppsetningu koma þó um 25–30 manns, enda nóg um að vera í leikhúslífinu.
Frumsýning var 23. október og stefnt er á 8 sýningar í framhaldinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...