Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Töluverðar leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri og illgresiseyði, finnast á innfluttu spínati.
Töluverðar leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri og illgresiseyði, finnast á innfluttu spínati.
Fréttir 5. nóvember 2020

Leifar af skordýraeitri yfir hámarksmörkum í nærri 10% af innfluttu bandarísku spínati

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Ársskýrslu Mast fyrir 2019 kemur fram að leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri, illgresiseyði, sveppalyfjum og stýriefnum, fund­ust í 4,7% ávaxta og 9,7% grænmetis.

Meðal ávaxta þar sem leifar varnarefna reyndust yfir leyfilegu hámarki voru blæjuber, kíví, stjörnualdin, klementínur og appelsínur. Hvað grænmeti varðar reyndist mest vera af leifum af skordýraeitri í innfluttu spínati frá Bandaríkjunum.

Ástæður varnarefnaleifa mismunandi

Í skýrslu MAST segir að frum­framleiðsla matjurta sé undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits sveitar­félag­anna sem einnig hefur eftirlit með innflutnings- og dreifingarfyrirtækjum. Matvæla­stofnun skipuleggur sýnatökur vegna varnarefnaleifa, bæði í innfluttum matjurtum og innlendri ræktun. Sýnatökur og viðbrögð við niðurstöðum yfir hámarksgildum eru á hendi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna.

Þegar efni greinast yfir hámarks­gildi er málum fylgt eftir með stöðvun dreifingar ef varan er enn til og er framleiðanda eða innflutningsaðila gefinn kostur á að staðfesta niðurstöðu með nýju sýni. Þeim birgðum sem til eru er fargað ef niðurstaðan er staðfest. Ef varan er hugsanlega til á heimili neytenda og talin geta valdið þeim skaða, þá er hún innkölluð.

Þegar um innflutta vöru er að ræða er fylgst með næstu sendingum frá sama aðila. Dreifingarbann er á þeim sendingum þar til niðurstöður berast. Sendingum er fargað ef niðurstöður sýna leifar yfir hámarksgildi.

Ástæður þess að varnarefnaleifar eru yfir hámarksgildi geta verið mismunandi. Í flestum tilfellum erlendra vara hefur ástæðan verið sú að stífari reglur eru um notkun varnarefna innan EES en í Bandaríkjunum, Asíu eða Afríku. Því er í sumum tilfellum verið að stöðva dreifingu á vörum sem hugsanlega hefðu talist innihalda löglegt magn leifa í upprunalandinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...