Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Leiðrétting frá Sláturfélagi Suðurlands vegna heimtöku
Fréttir 25. september 2014

Leiðrétting frá Sláturfélagi Suðurlands vegna heimtöku

Höfundur: smh

Í tilkynningu frá Sláturfélagi Suðurlands kemur fram að í Bændablaðinu í dag hafi upplýsingar um verð fyrir heimtöku birst, sem ekki séu lengur í gildi.

Réttar upplýsingar sé að finna í nýútkomnu fréttabréfi SS.

Þar kemur meðal annars fram um verðlagningu heimtöku kindakjöts :

"Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun verður 2950 kr/stk fyrir dilka og 3090 kr/stk fyrir fullorðið. Fínsögun kostar aukalega 690 kr/stk. Afhending á Selfossi, Hvolsvelli og á Fosshálsi er án kostnaðar. Kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 695 kr/stk. Sent verður með Flytjanda. Slátur fylgir ekki heimteknu kjöti.

Fyrir sama gjald er boðið upp á frystingu á dilkakjöti en þá er ekki hægt að afhenda kjöt frá völdum býlum heldur er selt kjöt af sama gæðaflokki og beðið er um og getur verið frá einhverjum öðrum. Frosið kjöt sem er selt sem heimtaka er afhent eftir innlegg eins og önnur heimtaka.

Heimtaka er slátrun fyrir bændur á lægra verði en almennt er boðið og ber ekki fullan kostnað. Þessi slátrun er takmörkuð við eðlilega heimanotkun og eðlilega heimasölu bænda. Stórfelld heimtaka til endursölu inn á markað kjötvinnsla, verslana eða mötuneyta fellur ekki undir þetta og verður verðlögð sem verktakaslátrun á hærra verði.

Vsk bætist við allar ofangreindar tölur."
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...