Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgangsaðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum, byggðu á samstarfi fræðasamfélagsins og sérfræðinga ráðuneyta.

Þetta kemur fram í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn. Í september kynnti Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra markmið og forgangsverkefni stjórnvalda í loftslagsmálum þar sem í fyrsta skipti er gert ráð fyrir beinum stuðningi við landbúnaðinn svo draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Nákvæmnisdreifing áburðar

Í kynningunni kom fram að í þessum forgangsverkefnum væri áætlaður markviss fjárfestingastuðningur í landbúnaði til að styrkja bændur. Meðal annars til að rannsaka þörf á áburði, svo rétt magn sé borið á og styrkja kaup á tækjum til þess sem er kallað nákvæmnisdreifing áburðar, þar sem hver skiki lands fær nákvæmlega þann áburð sem þarf. Með því að draga úr áburðarnotkun væri hægt að draga verulega úr losun, án þess að það hefði áhrif á magn framleiðslunnar.

„Greining KPMG fyrr á árinu sýndi okkur að þarna má vænta gríðarlegs loftslagsávinnings. Þetta er líka fjölþættur ávinningur; minnkandi losun, rekstrarsparnaður fyrir bændur, betri meðferð á takmörkuðum auðlindum og minni vistkerfisröskun. Þetta snýst því ekki aðeins um loftslagið heldur líka um framleiðni, fæðuöryggi og verðmætasköpun,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þegar hann kynnti forgangsverkefnin sem koma eiga til framkvæmda á árunum 2025 og 2026.

KPMG skilaði hvorki né gaf út skýrslu

Engar forsendur fyrir greiningarvinnu KPMG lágu fyrir í kynningu ráðuneytisins og vöknuðu því spurningar meðal bænda um hvað hefði legið til grundvallar því að hægt væri að leggja þessar aðgerðir til.

Í svari ráðuneytisins segir að KPMG hafi unnið greininguna út frá aðgerðum sem voru mótaðar í samstarfi fræðasamfélagsins og sérfræðinga ráðuneyta. „Samráðið við fræðasamfélag og sérfræðinga átti sér stað þá, við mótun aðgerðanna.

KPMG kemur að borðinu eftir það og gerði eingöngu mat á kostnaði og ábata af aðgerðunum, út frá mati Umhverfis- og orkustofnunar á mögulegum samdrætti aðgerðanna eins og þær koma fyrir í aðgerðaráætlun“, segir í svarinu en uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var gefin út í júní 2024.

„KPMG bættu því engu við aðgerðirnar sjálfar, og lögðu ekki til aðgerðir eða hluta aðgerða eins og fram hefur komið.

KPMG skilaði vinnu í tvennu lagi. Annars vegar sem líkani sem ráðuneytið getur nýtt til að breyta forsendum aðgerða og fá þá breytt mat á kostnaði og ábata og hins vegar sem kynningu þar sem þeim hlutum sem ekki falla inn í kostnaðar- og ábatamatið voru gerð skil. KPMG skilaði hvorki né gaf út skýrslu.“

Greiningarvinna í kjölfar umsagnarferils

Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að í uppfærðri aðgerðaáætlun hafi 150 aðgerðir í loftslagsmálum verið lagðar fram. „Þessar aðgerðir voru afrakstur vinnu sem fram fór veturinn 2023–2024 þar sem sérfræðingar stofnana, háskóla, ráðuneyta og atvinnulífsins hittust á vinnustofum og mótuðu aðgerðir, markmið og mælikvarða. Aðgerðaáætlunin var lögð í samráðsgátt í kjölfarið. Í heildina bárust u.þ.b. 80 umsagnir um áætlunina. Við greiningu þeirra kom í ljós að margar ábendinganna sem komu fram voru vegna kostnaðarog ábatamats aðgerða, kostnaðargreininga og skorts á forgangsröðun.

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða, þ.e. verkefnisstjórn vegna gerðar og eftirfylgni áætlana á sviði loftslagsmála, tók umsagnirnar til umfjöllunar. Í kjölfarið ákvað verkefnisstjórnin að fá ráðgjafarfyrirtækið KPMG til að vinna að frekari greiningu þeirra aðgerða sem falla undir Samfélagslosun, þverlægar aðgerðir og viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Þá vann Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að kostnaðar- og ábatagreiningu á aðgerðum í landnotkun.

Ráðuneytin og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu einnig fram eigin forgangsröðun aðgerða, t.d. til þess að styðja við aðrar stefnur eða áætlanir stjórnvalda.

Verkefnisstjórnin gerði að lokum tillögu að forgangsröðun verkefna til innleiðingar á árunum 2025–2026. Litið var til greininga KPMG og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, ásamt áherslumálum ráðherra og forgangsröðun ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga, greininga Umhverfis- og orkustofnunar og Lands og skógar.“

Skylt efni: áburður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f