Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum. Matvælastofnun hefur útbúið leiðbeiningar á grundvelli reglugerðarinnar um helstu skilyrði sem gerð eru til slátrunar og kjötskurðar. 

 

Með litlum sláturhúsum er átt við hús sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og er heimilt að slátra að hámarki 30 gripum á dag. Reglugerðin afmarkast við slátrun og kjötskurðar en gildir ekki um frekari vinnslu.

Í reglugerðinni er m.a. fjallað um hvaða kröfur eru gerðar til húsnæðis og aðstöðu. Um hollustuhætti við slátrunina fer skv. reglugerð um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, nánar tiltekið viðauka III, þátt I, kafla IV.

Þá er jafnframt fjallað um kröfur varðandi innra eftirlit og skal það byggja á meginreglum um greiningu á hættu, mikilvæga stýristaði og forvarnir gegn hættum og taka mið af gildandi löggjöf um innra eftirlit.

Heilbrigðisskoðun fyrir og eftir slátrun verður framkvæmd af opinberum dýralæknum í samræmi við gildandi löggjöf.

Þeim sem hyggjast starfrækja lítið geit- og sauðfjársláturhús er bent á að afla sér upplýsinga hjá viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði um reglur varðandi vatnsból og mengunar- og frárennslismál.

 

Leiðbeiningar Matvælastofnunar um framleiðslu í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

 

Reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...