Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stjórn NOVA, fulltrúar stjórnsýslu og nemenda frá samstarfsskólunum áttu tveggja daga vel heppnaðan fund á Hvanneyri á dögunum.
Stjórn NOVA, fulltrúar stjórnsýslu og nemenda frá samstarfsskólunum áttu tveggja daga vel heppnaðan fund á Hvanneyri á dögunum.
Fréttir 28. júní 2023

Leiða norrænt háskólasamstarf

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur tekið við formennsku NOVA University Network til næstu þriggja ára.

NOVA University Network er samstarf norrænna háskóla á sviði landbúnaðar, dýralækninga, skógfræði og skyldra greina með áherslu á sameiginleg námskeið fyrir doktorsnema. Sjö norrænir háskólar standa að samstarfinu, en það eru LbhÍ, Lífvísindaháskólinn í Noregi (NMBU), Háskólinn í Helsinki, Háskólinn í Austur-Finnlandi (UEF), Kaupmannahafnarháskóli, Háskólinn í Árósum og Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð (SLU). LbhÍ tekur nú við formennsku af þeim síðastnefnda að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum.

Þar segir enn fremur að stjórn NOVA, fulltrúar stjórnsýslu og nemenda frá samstarfsskólunum hafi átt tveggja daga vel heppnaðan fund á Hvanneyri. „Á fundinum tóku Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, og Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi formlega við keflinu af Ylvu Hilbur og Geir Löe frá SLU. Ylvu og Geir var þakkað fyrir sitt góða starf á undanförnum árum, en NOVA samstarfið hefur styrkst mjög undir þeirra stjórn.

Farið var yfir stefnu NOVA og áherslur til næstu ára. Áfram verður lögð áhersla á samstarf um doktorsnámskeið og gæði námsins, fjölgun námskeiða og að námskeiðin séu auglýst með góðum fyrirvara. Þá var einnig rætt um matskerfið sem notað er til að fylgjast með gæðum NOVA námskeiða og hvernig megi bæta það enn frekar með aðstoð nemenda. Nemendur samstarfsháskólanna eru virkir þátttakendur í NOVA og fer Anna Mariager, doktorsnemi við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrir nemendahópi NOVA.“

NOVA var stofnað árið 1995. Aðildarháskólarnir vinna á sviði landbúnaðar, dýravísinda, skógræktar, dýralækninga, matvæla, umhverfisvísinda, fiskeldis og skyldra lífvísindagreina. Háskólarnir eiga það sameiginlegt að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, þróun í matvælaframleiðslu, heilsu- og velferðarvernd manna og dýra og að efla getu til nýtingar lands, vatns, plantna og dýra samkvæmt sjálfbærum meginreglum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f