Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um 100 þúsund gestir koma í Vök á hverju ári, þar af um 60% erlendir gestir. Baðlónið er staðsett við Urriðavatn sem er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum.
Um 100 þúsund gestir koma í Vök á hverju ári, þar af um 60% erlendir gestir. Baðlónið er staðsett við Urriðavatn sem er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 16. janúar 2024

Leggur línurnar fyrir ferðamannasumarið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kristín Dröfn Halldórsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hjá baðlaugunum VÖK Baths.

Kristín Dröfn Halldórsdóttir.

Kristín Dröfn er fædd og uppalin á Austurlandi og hefur mikla reynslu af ferðaþjónustu. Hún starfaði til dæmis um langt skeið hjá Icelandair Hotels við fjölbreytt störf. Síðustu tvö ár hefur Kristín starfað hjá LS Retail, sem hluti af alþjóðlegu söluteymi í Evrópu með hugbúnaðarlausnir fyrir hótel, heilsulindir og veitingastaði.

„Ég er mjög spennt fyrir starfinu og ánægjulegt að komast aftur í tengsl við ferðaþjónustusamfélagið þar sem mínar rætur liggja. Vera í samskiptum við ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, sem og heimafólkið okkar. Þetta er lifandi starfsvettvangur og mörg áhugaverð viðfangsefni fram undan. Fyrstu verkefnin eru að kynnast samstarfsfólki mínu og setja mig inn í daglegan rekstur. Auk þess erum við að leggja línurnar fyrir komandi ferðamannasumar,“ segir Kristín en hún tók við starfinu af Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur.

Vök Baths var opnað í júlí 2019 rétt hjá Egilsstöðum og telur gestafjöldinn um 100 þúsund árlega, þar af eru erlendir gestir um 60%. Um 30 manns vinna við böðin þegar mest er yfir háannatíma. Vök Baths hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2022 og steinsteypuverðlaun Steinsteypufélagsins árið 2023 svo eitthvað sé nefnt.

En hvernig leggst sumarið 2024 í Kristínu Dröfn?

„Veðurblíðan á Héraði ætti að vera landsmönnum kunn og gangi væntingar okkar eftir um sólríkt sumar getum við átt von á töluverðum fjölda Íslendinga og miðað við spár um komu ferðamanna til landsins getum við ekki verið annað en bjartsýn.“

Skylt efni: VÖK baths

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f