Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun
Fréttir 1. október 2015

Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina nýja stofnun. 

Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt; Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga, Héraðs- og Austurlandsskóga og Suðurlandsskóga, auk umsjónar með Hekluskógum.

Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins segir að Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hafi skipaði starfshópinn í júní síðastliðnum og hafi hann nú skilað greinargerð sinni. Starfshópurinn er sammála um að sameining landshlutaverkefnanna og Skógræktar ríkisins í eina stofnun sé æskileg og skapi tækifæri fyrir framþróun og eflingu skógræktar í landinu. 

Tvær leiðir voru skoðaðar
Í skýrslunni segir meðal annars að starfshópurinn hafi skoðaði tvær mögulegar leiðir eða sviðsmyndir um hvernig æskilegt væri að standa að breytingunum:

1. Skógræktarstarfið yrði sameinað í stofnun sem starfi undir nafni og kennitölu Skógræktar ríkisins. Stjórnir landshlutaverkefnanna og störf framkvæmdastjóra yrðu lögð niður og verkefnin sameinuð Skógrækt ríkisins. Ráðið yrði í starf yfirmanns landshlutaverkefnanna og ný störf sem kæmu í stað starfa framkvæmdastjóra hvers landshlutaverkefnis.

2. Skógræktarstarfið yrði sameinað í nýja stofnun. Öllum núverandi starfsmönnunum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun en störf gætu tekið breytingum.

Að áliti meirihluta starfshópsins er meiri ávinningur í leið tvö þannig að skógræktarstarf á vegum ríkisins verði sameinað í nýrri stofnun og allt starfið verði endurskoðað með virkri þátttöku starfsmanna og helstu hagaðila.

Meðal helstu verkefna stofnunarinnar yrðu skipulag og ráðgjöf við nýræktun skóga, umhirðu og nýtingu, umsjón þjóðskóga eins og Hallormsstaðaskógar og Vaglaskógar, rannsóknir í skógrækt og fræðsla og kynning.
 

Skylt efni: Skógar | Skógrækt | Umhverfismál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f