Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leggja ekki til efnislegar breytingar á búvörusamningum
Fréttir 8. september 2016

Leggja ekki til efnislegar breytingar á búvörusamningum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuveganefnd Alþingis mun ekki gera efnislegar breytingar á búvörusamningunum eftir að hafa fjallað um breytingatillögur minnihlutans sem komu fram við umræður á þingi.

Atvinnuveganefnd Alþingis kom saman fyrr í vikunni eftir umræður um búvörusamningana á þingi. Á fundinum var meðal annars fjallað um þrjár tillögur stjórnarandstöðunnar vegna samninganna. Í fyrsta lagi tillögu um niðurfellingu beingreiðslna ef bændur væru staðnir að slæmri meðferða á dýrum og hvernig hægt er að koma henni fyrir innan ramma samninganna. Í öðru lagi tillögu Vinstri grænna um umhverfismat vegna landnýtingar sem undanfara nýrra búvörusamninga. Í þriðja lagi breytingu á tollalögum sem þarf að gera samhliða nýjum búvörulögum. Meirihluti nefndarinnar tók að hluta undir sjónarmið sem koma fram í tillögu VG og nefndin bætir við í sína greinargerð að horfa skuli til þeirra atriða sem felast í umhverfismati áætlana í endurskoðunarvinnu við samninganna.

Heimild til að fella niður greiðslur vegna dýraníðs

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður atvinnumálanefndar, sagði eftir fundinn að á honum hefði verið farið yfir málin.

„Niðurstaða nefndarinnar er að við munum ekki koma með neinar efnislegar breytingar á búvöru-samningnum milli umræðna.

Líkt og við boðuðum við atkvæðagreiðslu um búvörusamninga þá tókum við til umræðu heimild Matvælastofnunar að fella niður greiðslur vegna búvöruframleiðslu, hafi farið fram vörslusvipting. Þetta ákvæði kemur til viðbótar þeim úrræðum sem stofnunin hefur. Auðvitað er það svo að Matvælastofnun hefur íþyngjandi úrræði, svo sem sektarúrræði sem geta í raun náð sömu áhrifum. En niðurstaða meirihlutans var að breyta lögum þannig að Matvælastofnun hafi slíka heimild.  En að sama skapi hefur nefndin enn hnykkt á því í sínu nefndaráliti að Matvælastofnun sinni sínu leiðbeiningahlutverki og vinni með leiðbeiningaþjónustunni að því að ná markmiðum laga um velferð dýra.“

Endurbætur á tollalögum

„Við fjölluðum einnig um endur-bætur á tollalögunum til að skýra þau. Samkvæmt heimild í tollalögum frá 2003 mætti ætla að það væri heimilt að flytja inn kjöt til vinnslu og flytja það síðan út aftur. Það ákvæði var búið til í flýti á sínum tíma þegar til stóð að starfrækja hreindýrakjötsvinnslu á Húsavík með kjöti frá Grænlandi sem síðan átti að fara áfram á aðra markaði, en hefur aldrei verið notað. Auk annarra lagfæringa sem nauðsynlegt er að gera.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...