Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Leðurblökur á Íslandi
Fréttir 26. október 2015

Leðurblökur á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Af og til berast leðurblökur hingað til lands, samanber nýlegt tilvik þar sem leðurblökur fundust í flutningaskipi sem kom til Siglufjarðar.

Matvælastofnun vill vekja athygli á að leðurblökur geta borið ýmsa hættulega sjúkdóma, bæði í menn og skepnur, og því er ástæða til að fara varlega þegar þær eru handsamaðar.

Stofnunin vill jafnframt benda á að þegar aflífa þarf leðurblökur, skal það gert með skjótum og sársaukalausum hætti eins og önnur dýr. Tilkynna skal um leðurblökur til viðkomandi héraðsdýralæknis Matvælastofnunar eða Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Vitneskja er um 38 leðurblökur sem fundist hafa hér á landi fram til ársins 2012. Leðurblökur eru þekktir berar af mörgum hættulegustu veirum sem þekkjast s.s. hundaæði, Ebólu, Hendra, Nipha og SARS en þessir sjúkdómar hafa ekki greinst hér á landi.

Margar tegundir leðurblaknanna geta borið þessar veirur hvort sem þær nærast á blóði, skordýrum eða ávöxtum. Hvað þekktast er að leðurblökur beri veiruna sem veldur hundaæði. Hundaæði veldur alvarlegum sársaukafullum einkennum og endar með dauða, nema ef viðkomandi einstaklingur fær mótefni nægilega snemma eftir smit. Það skal þó tekið fram að sú gerð hundaæðiveirunnar sem algengast er að finna í leðurblökum, er ekki mjög smitandi fyrir fólk og dýr. Það er þó alls ekki óþekkt að fólk smitist af leðurblökum og því er fólk varað við að snerta leðurblökur án varúðarráðstafana.

Þótt ekki sé nema örlítill hluti leðurblakna með hættuleg smitefni í sér er ástæða til að hafa varann á, sér í lagi ef leðurblökurnar haga sér einkennilega, s.s. ef þær liggja á jörðinni, geta ekki flogið eða fljúga á veggi og álíka. Flestar leðurblökur munu reyna að bíta til að verja sig þegar reynt er að handsama þær. Best er að kalla til meindýraeyði, dýralækni eða einhvern annan sem líklegur er til að kunna til verka.

Skylt efni: Leðurblökur | Mast

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...