Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Lausnir á vandamálum í sauðburði
Fréttir 8. maí 2025

Lausnir á vandamálum í sauðburði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í allmörg ár hefur verið venja hér í blaðinu að birta skýringarmyndir Þorsteins Ólafssonar og Hákons Hanssonar um lausnir á vandamálum í sauðburði.

Fyrir fimm árum bættist sauðfjárbændum við liðsauki fyrir þennan álagstíma þegar leiðbeiningarmyndbönd voru gefin út um burðarhjálp á YouTube og eru nú skráð 23 þúsund áhorf á þau myndbönd. Framleiðsla myndbandanna var í höndum Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð og Axels Kárasonar dýralæknis.

Flókin vandamál

Karólína segir að þau myndbönd sem hafa fengið langflest áhorf hafi verið „Afturábak“, „Legsnúningur“ og „Stór horn“ – sem sé rökrétt, því það séu flóknustu vandamálin að mati flestra bænda sem hún hafi talað við. Hún segir það áhugaverða staðreynd að flestir áhorfendur séu í aldurshópnum 25–31 ára, sem liggi kannski beint við þar sem í þeim hópi séu frekar ungir og ekki eins reyndir bændur, en næstflestir eru í aldurshópnum 45–54 ára – sem gefi til kynna að bændur séu alltaf spenntir fyrir því að læra eitthvað nýtt.

Útgáfur á öðrum tungumálum njóta vinsælda

Að sögn Karólínu eru myndböndin líka á þýsku og ensku og þær útgáfur njóta einnig talsverðra vinsælda, þó áhorfendur séu í langflestum tilfellum staðsettir á Íslandi.

Hún dregur þá ályktun að þannig þjóni þau vel tilgangi sínum, sem sé að veita erlendu aðstoðarfólki á íslenskum sauðfjárbúum góð ráð.

Öll hugsanleg burðarvandamál

Myndböndin eru alls 23, auk þess sem öll helstu myndböndin eru einnig til á þýsku og ensku. Þau eiga að ná til allra hugsanlegra burðarvandamála. Þá veitir Axel dýralæknir innsýn inn í hvað á sér stað inni í ánni, með notkun á lambalíkönum og mjaðmagrind í raunstærð.

Í tengslum við myndböndin var útbúið „ákvarðanatré“ sem er að sögn Karólínu gagnlegt tól til að greina aðsteðjandi vandamál við sauðburðinn skref fyrir skref.

Slóðirnar á myndböndin:

Á íslensku

Á ensku

Á þýsku 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...