Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkraínu hafa valdið óstöðugleika og óvissu um framtíðina á alþjóðlegum mörkuðum, fyrir bændur en einnig fyrir neytendur.

Alþjóðasamtök bænda (WFO) hafa vegna þessa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau benda á að lausnin við þessu ástandi sé meiri landbúnaður því bændur séu kjarninn í sjálfbærum matvælakerfum.

Að mati alþjóðasamtakanna ætti leiðin fram á við að varðast af fjölbreytileika landbúnaðar og matvælakerfa sem eru gagnsæ og full nýsköpunar. Samtökin mótmæla því að oft og tíðum er það á fárra höndum, oft og tíðum aðila sem eru ótengdir landbúnaðar- og dreifbýlisheiminum að segja til um reglurnar og gefa til kynna hvaða stefnu skuli fara. Matur sé svo margt, landsvæði, náttúra, menning, heilsa, fjölbreytileiki og það sé ástríðu og umhyggju bænda fyrir umhverfinu að þakka.

Áhersla samtakanna er að slá á þau neikvæðu áhrif sem sérstaklega búfjárgeirinn hefur fengið á sig undanfarin ár þar sem hann er ranglega stimplaður að mati samtakanna, í umræðunni um að skipta út dýrapróteinum fyrir matvæli sem ræktuð eru á rannsóknarstofum. Að mati samtakanna er sú tegund ræktunar ógn við umhverfis- og matvælafullveldi ásamt lýðræði landa. Náttúra og ræktun dýra hefur nú þegar leyst mörg af þeim málum sem tilbúin matvæli þykjast leysa hvað varðar sjálfbærni, þar á meðal orku, hreinlæti, æxlun frumna og vaxtarþætti. Bændur og ræktendur um allan heim taka þátt í að bæta sjálfbærni framleiðslunnar, til hagsbóta fyrir umhverfið og til að svara kröfum samfélagsins. Tilraunaræktuð matvæli leysi ekki vandamálið við að auka sjálfbærni matvælaframleiðslu vegna mikillar orkuþarfar sem þarf í rannsóknarferlinu. Á þessum forsendum segir WFO nei við öllum tilraunum til að skipta út matvælum fyrir þau sem gerð eru á tilraunastofum í stað hjá bændum sem rækta landið. Eða eins og Theo De Jager, forseti WFO, orðaði það í yfirlýsingu frá samtökunum: „Bændur þurfa frið, en þar að auki þarf friður á bændum að halda.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...