Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Laun undir lágmarksviðmiðum
Fréttir 7. júlí 2022

Laun undir lágmarksviðmiðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Út frá skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) um afkomu nautakjötsframleiðenda má sjá að bændurnir, sem ljáðu skýrsluhöfundum innsýn í starfsemi sína, reiknuðu sér að meðaltali um 220.000 krónur í mánaðarlaun fyrir vinnu sína í nautakjötsframleiðslunni.

Það má sjá með því að rýna í liðinn laun og launatengdar greiðslur en hann er um 3,15 milljónir á ársgrundvelli, eða 260.000 kr. á mánuði.

„Bersýnilega duga þessi laun ekki til og nautakjötsframleiðendur geta ekki haldið áfram að greiða með framleiðslunni líkt og þeir hafa gert síðustu ár,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.

„Í skýrslunni er tekið undir það sem við hjá BÍ höfum verið að benda á; að undandarin ár hafa íslenskir nautakjötsframleiðendur verið að gera betur, jákvæð þróun er í vaxtarhraða, fallþunga og flokkun íslensks nautakjöts.

Þannig hafa bændur náð fram hagræðingu í sínum rekstri með að skila þyngri og betri gripum. Svigrúmið til frekari hagræðingar virðist þó vera takmarkað. Það sjáum við kannski einna best á því að laun og launatengd gjöld hafa lækkað um rúmar 15.000 krónur á hvern sláturgrip frá 2017-2021.

Með þyngri gripum er eðlilegt að kostnaður á hvern grip lækki en þessi lækkun launa er þó umfram þá þyngdaraukningu sem hefur orðið á gripunum. Við getum því með sanni sagt að bændur séu farnir að taka á sig talsverðar launalækkanir.“

Hækkun afurðaverðs nauðsynlegt

Hún segir sárt að horfa upp á launaskerðingu á sama tíma og laun í landinu hafi almennt verið á uppleið. „Vert er að benda á að á sama tímabili, skv. Hagstofu Íslands, hækkaði launavísitalan um 176,7 stig,“ segir Herdís Magna.

Hún bendir á að skýrsla RML styðji málflutning nautgripabænda síðustu misseri.

„Rétt eins og skýrslan segir hafa afurðaverðslækkanir síðustu ára komið afar illa við greinina ásamt auknum innflutningi. Skýrsluhöfundar segja að hækkun á afurðaverði sé nauðsynleg ásamt því að ná jafnvægi á markaðnum.

Við bændur þurfum svo auðvitað að halda áfram að leita allra leiða til frekari hagræðingar,“ segir Herdís Magna. Hún hvetur fleiri bændur til að taka þátt í rekstrarverkefnum RML svo hægt sé að fá víð- tækar og nákvæmar niðurstöður slíkra greininga.

„Það er okkur afar mikilvægt til að geta tekið púlsinn á stöðu nautgriparæktarinnar og í allri hagsmunagæslu BÍ.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...