Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lauf sortnaði fyrir norðan
Fréttir 18. júní 2024

Lauf sortnaði fyrir norðan

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Trjágróður virðist hafa farið hvað verst á Norðurlandi í vonskuveðri sem gekk yfir landið á dögunum. Það á þó eftir að koma betur í ljós.

Illviðri síðustu viku hafði heilmikil áhrif á trjágróður á Norðurlandi að sögn Laufeyjar Leifsdóttur, bónda á Stóru Gröf í Skagafirði og formanns Félags skógarbænda á Norðurlandi.

„Það má sjá vindslit á lauftrjám, öspin er kalin en mikill munur eftir klónum. Barr á lerki hefur gulnað þar sem var frost og sums staðar eru áberandi skemmdir. Haustið og veturinn hafa líka farið illa með gróður og það er mikið kal í víði og birkikjarri. Allt kemur þetta ofan í svæðisbundin áföll frá síðasta sumri en þá kól aspir víða,“ segir Laufey.

Ætla má að trjágróður hafi farið hvað verst á Norðurlandi og nokkurt tjón orðið, en Hjörtur Bergmann Jónsson, skógarræktandi í Ölfusi og formaður stjórnar SkógBÍ, segir það í raun ekki komið í ljós enn þá. „Það liggur ekki enn fyrir hvaða áhrif veðrið hefur á þessum verstu svæðum fyrir norðan og austan. Á Suðurlandi er þetta í ágætis standi, þannig lagað,“ segir hann. Kalt hafi verið og vindasamt og allt miklu seinna til en venjulega, en ekkert tjón í sjálfu sér. „Heilt yfir á Suður- og Vesturlandinu hefur þetta sloppið ágætlega en spurning hvernig er með Héraðið og Þingeyja- sýslur, Eyjafjörð, Skagafjörð og Norðurland vestra.

Ef trjágróður hefur verið kominn af stað og svo kemur frost og hríð þá er ekki von á góðu, sérstaklega fyrir lauftré. Ef nýja laufið sölnar, eða brumið, er ekki víst að það nái sér yfir sumarið. Það spáir hlýindum og þá gæti þetta allt komið betur í ljós,“ segir Hjörtur.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f