Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Látum ekki misvitra fræðimenn í Reykjavík stýra því hvort við lifum eða deyjum
Mynd / Böðvar Pétursson
Fréttir 23. júní 2016

Látum ekki misvitra fræðimenn í Reykjavík stýra því hvort við lifum eða deyjum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Grafalvarleg stað er nú komin upp varðandi vatnsleysi á bæjum í Landbroti og Meðallandi í Skaftárhreppi í Vestur- Skaftafellssýslu. Ástæðan er að í kjölfar Skaftárhlaups í vetur lokaðist fyrir vatnsrásir niður í Eldhraun, þannig að ár og lækir eins og Grenlækur hafa þornað upp. Þá hafa þurrkar í vor ekki lagað ástandið.
 
Hörður Davíðsson, framkvæmda­­­­­­stjóri Hótels Laka, segir að grunnvatnsstaða á svæðinu hafi lækkað um allt að sex metra. Grenlækur, Tungulækur, Sýrlækur og Jónskvísl eru meðal þeirra áa og lækja í Landbroti sem vatn er að mestu hætt að renna um.
 
„Þetta er tifandi tímasprengja fyrir svæðið í heild. Það eru allir lindarlækir horfnir niður að Landbrotsvegi. Grunnvatnsstaða í borholum er líka orðin það lág að það er farið að skapa hættu fyrir búskap og annan rekstur á svæðinu. Þetta er því komið á mun alvarlegra stig en það stórtjón sem þegar er orðið í Grenlæk,“ segir Hörður.
 
Þess má geta að Grenlækur er á náttúruminjaskrá og ber því að vernda hann sem slíkan. Auk þess er hann talinn mjög mikilvægur fyrir sjóbirting, (sjógenginn urriða) og bleikju.  
-En er hægt að bæta úr þessari stöðu?
 
„Já, það er hægt að laga þetta og það hefur verið nokkur sátt um leiðir til þess í fjölmörg ár. Rennslið inn á svæðið breyttist hins vegar mikið í stóra Skaftárhlaupinu síðastliðið haust. Þá virðast sumir hafa skipt um skoðun og ekki má lengur færa rennslið til fyrra horfs, heldur er allt háð leyfum frá Orkustofnun sem er komið með alræðisvald í málinu.“ 
 
Hörður segir að vatn úr Skaftá hafi margþætt áhrif á vatnasvæðinu sem eru í raun tvö. Það er svæðið í kringum Botna og vesturhluta Meðallands og Eldvatns. Síðan er það austursvæðið sem nær yfir allt Landbrotið.
 
Fer í aðgerðir fljótlega
 
„Það er ljóst að við bíðum ekki mjög lengi eftir niðurstöðu hjá Skipulagsstofnun. Það verður farið í aðgerðir fljótlega ef ekkert gerist. Allavega fer ég í það og þá verða menn bara að reyna að stöðva mig. Okkur ber að verja okkar fyrirtæki og hlunnindi jarðanna. Við látum ekki einhverja misvitra fræðimenn í Reykjavík stýra því algjörlega hvort við lifum eða deyjum,“ segir Hörður Davíðsson. 
 
Málið er fast í flóknu kerfi
 
Það sem gerir málið enn erfiðara er að bændur þurfa nú að berjast við margar ríkisstofnanir og mörg ráðuneyti sem hafa lögsögu á mismunandi forsendum. Þar er um að ræða Vegagerðina, Landsvirkjun og Orkustofnun.  Veiðimálastofnun hefur hins vegar enga lögsögu til að tryggja vatn inn á mikilvægt göngu- og hrygningarsvæði urriða og bleikju í Grenlæk. Það er  að eyði­leggjast vegna vatnsleysis. Því til viðbótar þá fá rafstöðvar bænda á svæðinu ekki vatn lengur sem skapar eigendum verulegt tjón.  
 
Helgi Vilbergsson, bóndi á Arnardranga, segir stöðuna þannig að vatnsþurrð sé að verða á svæðinu. Málið þoli því enga bið. 
 
Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segist ekkert geta sagt um hvort hægt sé að bregðast við stöðunni með skjótum hætti. Verið sé að skoða málið víða í kerfinu, en staðan sé flókin.
 
-Sjá nánari umfjöllun um málið á bls. 10 og 12 í nýju tölublaði Bændablaðsins.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...