Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigurvegarar í A-flokki.
Sigurvegarar í A-flokki.
Mynd / AJH
Fréttir 8. nóvember 2017

Landsmót Smalahundafélags Íslands 2017 í Biskupstungum

Höfundur: Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
Landsmót Smalahundafélags Íslands var haldið dagana 21. og 22. október 2017 í Austurhlíð Biskupstungum og hafði Smalahundadeild Árnessýslu umsjón með mótinu. 
 
Dómari var Anthony Boggy Warmington og kom hann frá Englandi fyrir tilstuðlan International Sheepdog Society. Veður var einkar hagstætt fyrri dag keppninnar, en bætti í vind og dálítil rigning seinni daginn. 
 
Keppnisbrautin var krefjandi, en að sama skapi mjög skemmtileg. Ekki síst vegna þess að völlurinn var leitóttur og stundum hurfu bæði kindur og hundur sjónum smalans. Þá reyndi á taugar smalans sem þurfti að setja allt sitt traust á hundinn.
 
Dómarinn hafði orð á því að íslenskar kindur væru erfiðari en hann ætti að venjast og reyndi því mjög á hæfni hundanna að stjórna þeim. 
 
Keppt var í A-flokki, B-flokki og unghundaflokki. Í ár var sú nýbreytni að keppt var að 110 stigum í A-flokki, en ekki 100 stigum eins og síðustu ár. Stigaskorið er þó að meðaltali lægra en oft hefur verið. Margir féllu á tíma og dómarinn var ófeiminn við að víkja mönnum úr braut fyrir minnstu yfirsjónir. 
Aðeins einn keppandi náði að klára A-flokks brautina innan tímamarka, en það var Sverrir Möller með hundinn Gutta. Allir keppendur fengu tvö rennsli og gilti samtala þeirra til úrslita. Úrslit voru eftirfarandi:
 
A-FLOKKUR:
Flóknasta og lengsta brautin, 110 stiga braut, 350 m úthlaup, 15 mín, 8 keppendur.
1) Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum  (62+74) 136 stig 
2) Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum (60+60) 120 stig 
3) Svanur Guðmundsson og Korka frá Miðhrauni (48+65) 113 stig
 
Sigurvegarar í unghundaflokki. 
 
Unghundaflokkur: 
Hundar yngri en 3 ára, 100 stiga braut  og 150 m úthlaup, 12 mín, fimm keppendur.
1) Maríus Snær Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum (53+55) 108 stig
2) Aðalsteinn Aðalsteinsson og Snerpa frá Húsatóftum (52+36) 88 stig
3) Einar Atli Helgason og Kría frá Snartarstöðum (0+60) 60 stig
 
 
Sigurvegarar í B-flokki. 
 
B-FLOKKUR: Fyrir byrjendur og reynsluminni hunda/eigendur, 100 stiga braut, 200 m úthlaup, 12 mín, 2 keppendur:
1) Einar Atli Helgason og Strumpur frá Snartarstöðum (0+68) 68 stig
2) Marsibil Erlendsdóttir og Rotti frá Dalatanga (0+35) 35 stig
 
Aukaverðlaun:
Stigahæsta tíkin og stigahæsti karlhundurinn í A-flokki fengu verðlaunin besta tíkin og besti hundurinn. Féllu þau í hlut Doppu frá Húsatóftum (136 stig) undir stjórn Aðalsteins Aðalsteinssonar og Smala frá Miðhrauni undir stjórn Halldórs Sigurkarlssonar (103 stig).
 
Eftirtaldir aðilar styrktu mótið og er þeim hér með þakkað kærlega fyrir: Baldvin og Þorvaldur, Landstólpi, Fóðurblandan og SS. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...