Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Landsmót hestamanna 2014 er hafið
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 30. júní 2014

Landsmót hestamanna 2014 er hafið

Landsmót hestamanna 2014 er hafið, en vegna mikils fjölda kynbótahrossa var dagskránni breytt og hófst því í gær en ekki í dag mánudag eins og til stóð. 

Stór hluti dagskrárinnar verður sendur út beint í Ríkissjónvarpinu, auk þess sem valdið liðir verða endursýndir. Þá verður hægt að hlusta á þuli beggja valla mótsins í Útvarpi Landsmótsins. FM-tíðnin á aðalvellinum er 94,7 og á kynbótarvelli 103, 7.

Hægt verður einnig að fylgjast með útsendingum í gegnum vefinn líka, á www.ruv.is/ruv og www.ruv.is/ithrottaras.
Einnig mun RÚV verða með innslög frá mótinu í íþróttafréttum á meðan á mótinu stendur, auk þess sem unninn verður sérstakur þáttur um Landsmót til sýningar síðar á árinu.

Umsjónarmenn með umfjöllun RÚV eru þau Hulda G. Geirsdóttir sem mun sjá um beinar lýsingar og dagskrárgerð og Óskar Nikulásson sem stýrir útsendingum.

Tíðindamaður Bændablaðsins var á Gaddstaðaflötum í gær og tók myndir í upphafi móts. Hér að neðan er að finna myndasafn frá fyrsta degi.

Nýju dagskrána má nálgast hér.

Eftirtaldir liðir verða sendir út hjá RÚV:

Fim. 3. júlí
17:30 Forkeppni í tölti RÚV2 B
20:30 Setningarhátíð RÚV2 B

Fös. 4. júlí
17:40 B-úrslit, A flokkur RÚV2 B
19:45 Ræktunarbú RÚV2 B
21:45 B-úrslit, tölt RÚV2 B

Lau. 5. júlí
12:40 B-úrslit, A flokkur RÚV1 E
13:10 B-úrslit, tölt RÚV1 E
13:00 A-úrslit, börn RÚV2 B
16:30 A-úrslit, ungmenni RÚV2 B
19:00 Ræktunarbú – úrslit RÚV2 B
20:00 A-úrslit, tölt RÚV2 B
21:05 A-úrslit, A flokkur RÚV2 B

Sun. 6. júlí
10:30 A-úrslit, unglingar RÚV2 B
12:00 100m skeið RÚV1 B
12:45 A-úrslit, tölt RÚV1 E
13:25 A-úrslit, A flokkur RÚV1E
14:15 A-úrslit, B flokkur RÚV1 B

(RÚV1 er aðalrás. RÚV2 er íþróttarás.
B = beint. E = endurtekið.)
 

10 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...