Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heimasætan í Garðshorni, Yrsa Líf, strýkur hér gæðingi og vini um granir í hesthúsi foreldra sinna meðan gestir skoðuðu sig um þar og í fjárhúsum.
Heimasætan í Garðshorni, Yrsa Líf, strýkur hér gæðingi og vini um granir í hesthúsi foreldra sinna meðan gestir skoðuðu sig um þar og í fjárhúsum.
Mynd / SÁ
Líf og starf 23. október 2023

Landsins gagn og nauðsynjar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á Degi landbúnaðarins um miðjan október kenndi margra grasa. Fyrr daginn fór fram málþing í Hofi á Akureyri undir heitinu Landbúnaðu á krossgötum. Var það vel sótt og fluttar forvitnilegar framsögur ásam því að landbúnaðurinn og helstu áskoranir á þeim bænum voru tæklaða í tvennum pallborðsumræðum, auk fyrirspurna úr sal. Mikill þungi var í erindum og umræðum þótt slegið væri líka á létta strengi.

Síðari daginn opnuðu fjögur býli á Eyjafjarðarsvæðinu dyr sínar og buðu gestum að skoða búskapinn. Voru það Syðri-Bægisá í Hörgárdal þar sem stunduð er mjólkurframleiðsla, Garðshorn í Þelamörk með hrossa- og sauðfjárrækt, Sölvastaðir í Eyjafjarðarsveit þar sem er verið að byggja gríðarstórt svínahús og Þórustaðir í sömu sveit með kartöfluræktun og risastóra kartöfluupptökuvél.

Aðsóknin var með ágætum og spjallaði heimafólk við gesti um búskap sinn auk þess að bjóða upp á hressingu.

Skógarbændur héldu auk þess málþing í Borgarfirði þessa helgi og ræddu mat úr skóginum og umhirðu skógar.

8 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...