Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2019-2023
Fréttir 9. október 2019

Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2019-2023

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landsáætlun erfðanefndar landbúnaðarins er nú birt í þriðja sinn en með henni er mótuð stefna erfðanefndar um varðveislu og sjálfbæra nýting erfðaauðlinda í landbúnaði sem er hlutverk nefndarinnar og er skilgreint í lögum.  

Starfsemi nefndarinnar er fyrst og fremst á vegum Erfðalindaseturs Landbúnaðarháskóla Íslands sem sinnir margvíslegum verkefnum í umboði erfðanefndar.  Landsáætlunin er byggð á fyrri áætlun að mjög miklu leyti en einstakir kaflar hafa verið endurskrifaðir og uppfærðir eftir því sem við á.

Varðveisla erfðafjölbreytni og sjálfbær nýting erfðaauðlinda eru lykilatriði varðandi framtíð matvælaframleiðslu í landbúnaði.  Erfðabreytileiki er undirstaða þess að nytjategundir geti aðlagast breyttum umhverfisaðstæðum og er jafnframt forsenda þess að hægt sé að stunda árangursríkar kynbætur til framtíðar.  Í umræðu dagsins um loftslagsbreytingar og aðrar umhverfisógnir sem geta haft veruleg áhrif á framleiðslu matvæla í landbúnaði verður þetta starf sífellt mikilvægara.

Landsáætlunin nær yfir nytjaplöntur, skóg, búfé og villta ferskvatnsfiska og í öllum þessum flokkum eru tegundir og/eða stofnar sem gæta þarf að. Á Íslandi eru það ekki síst íslensku búfjárkynin sem skapa sérstöðu landbúnaðar hér á landi og þau eru því áberandi í áætluninni hverju sinni.

Töluvert hefur áunnist frá því að síðasta landsáætlun var sett fram og ber þar hæst fjölgun íslenskra geita og aukin nýting afurða af geitum.  Íslenska geitin er enn í útrýmingarhættu en hættan hefur minnkað og vonandi heldur sú þróun áfram.  Íslenskt forystufé hefur verið skilgreint sem sérstakt sauðfjárkyn og er einnig í útrýmingarhættu. Þar er m. a. unnið að eflingu skýrsluhalds sem er mikilvægt fyrir framtíð stofnsins.  Erfðanefnd hefur einnig látið sig varða verndun villtra laxastofna í ám í ljósi aukningar á laxeldi í sjó.

Enn fremur hefur verið unnið gagnlegt starf í rannsóknum og viðhaldi á íslenskum yrkjum garð- og landslagsplantna í verkefninu Yndisgróður sem er á vegum LbhÍ.

Lesa má skýrsluna hér.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...