Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Landini – lífseigur Ítali
Á faglegum nótum 21. maí 2015

Landini – lífseigur Ítali

Höfundur: Vilmundur Hansen

Járnsmiðurinn Giovanni Landini sem Landini dráttarvélarnar eru nefndar eftir hóf framleiðslu á landbúnaðartækjum í borginni Fabbrico í Ítalíu norðanverðri árið 1884. Hann hóf framleiðslu á gufuvélum 1911.

Landini lést 1924 en hafði þá lagt drögin að nýrri dráttarvél. Synir járnsmiðsins héldu nafni hans á lofti og komu fyrstu Landini traktorarnir á markað árið1925. Vélarnar voru eins strokka og 30 hestöfl og gengu fyrir dísilolíu. Vél traktorsins var í raun mjög einföld og gat nánast gengið fyrir hvaða olíu sem var.

1000 traktorar á ári

Sala fyrstu vélanna gekk vonum framar og ekki leið á löngu þar til bræðurnir hófu framleiðslu á stærri tveggja strokka 40 og 50 hestafla traktorum sem báru framleiðsluheiti eins og Velite, Bufalo og Super.

Landini var í fararbroddi ítalskra dráttarvélaframleiðenda á fjórða áratug síðustu aldar og árið 1934 voru starfmenn fyrirtækisins 250 og ársframleiðslan tæplega 1000 traktorar á ári. Vinsældir 40 og 50 hestafla vélanna voru svo miklar og þær voru í framleiðslu til ársins 1957 með margs konar nýjungum og endurbótum.

Hlé varð á framleiðslunni í seinni heimsstyrjöldinni og náði fyrirtækið sér aldrei almennilega á strik eftir stríðið.
Samningur við Perkins

Árið 1950 var fyrirtækið komið í mjög slæma fjárhagsstöðu og á leiðinni í gjaldþrot þegar framkvæmdastjóri þess landaði samningi við framleiðanda Perkins vél. Sama ár komu kom á markað Landini C 35 beltatraktor með Perkins dísilvél sem Landini framleiddi á Ítalíu með sérleyfi.

Þrátt fyrir baráttuvilja eigenda Landini tók dráttarvéla­framleiðandinn Massey-Ferguson yfir 100% hlut í fyrirtækinu árið 1960. Áhugi Massey-Ferguson á Landini stafaði að stórum hluta af áhuga þeirra á nýju beltatraktorunum.

Reksturinn gekk vel hjá nýju eig­endunum og Landini gekk í endurnýjun lífdaga. Auk þess að framleiða minni traktora sem henta á vínekrum í Evrópu lagði fyrirtækið áherslu á stærri traktora fyrir Bandaríkjamarkað gegnum dótturfélag Massey-Ferguson í Kanada.

Blizzard bar af

Árið 1973 setti fyrirtækið á markað 500 seríuna sem voru stórar dráttarvélar, yfir 100 hestöfl og með háu og lágu drifi. Í upphafi níunda áratugs nítjándu aldarinnar jók Landini enn á fjölbreytni framleiðslunnar með auknu úrvali minni traktora sem hentuðu ávaxta- og berja­framleiðendum. Auk þess sem það framleiddi millistórar dráttar­vélar á hjólum, þar á meðal svokallaðan Blizzard sem var 80 hestöfl og þótti bera af öðrum dráttarvélum á sínum tíma.

Í eigu ARGO

ARGO samsteypan eignaðist meirihluta á Landini 1989 þegar Massey-Ferguson seldi 66% hlut í fyrirtækinu. AGCO yfirtók Massey-Ferguson 1994. Þegar ARGO keypti AGCO árið 1994 eignaðist samsteypan Landini að fullu.

Í dag framleiðir ARCO dráttarvélar undir þremur vörumerkjum; Landini,  McCormick og Valpadana og er hverju vörumerki ætlað að þjóna ólíku markaðssvæði.
 

Skylt efni: Gamli traktorinn | Landini

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...