Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Karl Kay Frandsen og Freyja Rós Sveinsdóttir við gróður­setninga­störf.
Kristján Karl Kay Frandsen og Freyja Rós Sveinsdóttir við gróður­setninga­störf.
Mynd / Aðsent
Fréttir 21. september 2020

Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell hlaut umhverfisviðurkenningu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga á Suðurnesjunum veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja fyrir góða umhirðu um umhverfi sitt, hvort sem það er húsnæði, garðar eða annað. Í ár voru veittar viðurkenningar til fjögurra einstaklinga og einna félagasamtaka en það er Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell  sem hlaut viðurkenningu fyrir metnaðarfullt starf í umhverfismálum.

Félagið  var stofnað 23. júní 1998.  Stofnfélagar voru um 40 talsins, en í dag eru félagsmenn um 50. Umráðasvæði félagsins er Háibjalli, sem er hamrabelti sunnan við Voga, en félagið er þar eigandi að 15 hektara landsvæði.

Oktavía J. Ragnarsdóttir, formaður Skógfells, en hún heldur hér á barnabarni sínu, Iðunni Helgu Bjarnadóttur Wium. Oktavía segir að umhverfisviðurkenning Sveitarfélagsins Voga blási félaginu byr í brjósti og muni félagið halda ótrautt áfram að vera samfélags- og gróðurvænt félag og bæta með því umhverfið og bæjarbraginn.

Félagið hugar ekki eingöngu að gróðri, uppgræðslu og plöntun heldur einnig þáttum sem lúta að bættu mannlífi og betra samfélagi í Vogum. Þá hefur það viðhaldið skóginum í Háabjalla þar sem gróðurreitur hefur stækkað undanfarin ár auk þess að græða upp gróðurvana svæði.

Á Háabjalla hafa verið haldnir tónleikar  og þar hefur verið tekið á móti útskriftarnemendum leikskólans Suðurvalla úr Vogunum, sem gróðursetja tré. Skógfell hefur, í samstarfi við íþróttafélagið Þrótt, gróðursett við íþróttasvæði bæjarins og unnið með Kvenfélaginu Fjólu að fegrun Aragerðis í Vogum. 

„Skógfell er samfélags- og gróðurvænt félag sem bætir á metnaðarfullan hátt umhverfið og bæjarbraginn.Starfsemi félagsins er eftirtektarverð og öðrum til eftirbreytni,“ segir m.a. á viðurkenningarskjalinu, sem félagið fékk.

Skylt efni: Landgræðsla | Skógrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...