Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Meginþorri losunar frá landbúnaði, eða um 59%, árið 2020 kemur frá búfé, iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar.
Meginþorri losunar frá landbúnaði, eða um 59%, árið 2020 kemur frá búfé, iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar.
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Fréttaskýring 23. september 2022

Landbúnaður uppspretta 14% af losun Íslands

Höfundur: Valur Klemensson

Í síðustu skilum Umhverfisstofnunar á bókhaldi gróðurhúsalofttegunda til Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var landbúnaður uppspretta 14% af losun Íslands árið 2020, eða 618 þúsund tonn CO2 ígilda. Losunin hefur dregist saman um 7% milli áranna 1990 og 2020.

Valur Klemensson

Til að einfalda alla útreikninga og umfjöllun um losun gróðurhúsalofttegunda er notast við mælikvarða sem kallaður er kolefnisspor, sem gefið er upp í tonnum eða kílóum koltvísýringsígilda, skammstafað tonn CO2 ígildi eða kg CO2 ígildi. Er þá búið að umreikna allar gróðurhúsalofttegundir sem losna vegna athafna mannsins yfir í koltvísýringsígildi.

Metan og glaðloft

Gróðurhúsalofttegundirnar frá landbúnaði eru aðallega metan (CH4) vegna iðragerjunar og glaðloft (N2O) vegna nytjajarðvegs. Meginþorri losunar frá landbúnaði, eða um 59%, árið 2020 kemur frá búfé, iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar, og 40% frá nytjajarðvegi.

Losunin hefur haldist nokkuð stöðug og verið á bilinu 600 þúsund til 700 þúsund tonn CO2 ígilda undanfarna áratugi. Helstu breytingar frá 2005 hafa verið vegna aukinnar losunar frá búfé, aðallega vegna aukins fjölda nautgripa 2013 og frá nytjajarðvegi, vegna breytinga á áburðarnotkun sem og breytinga á fjölda búfjár á beit.

Skógrækt á lögbýlum/bændaskógrækt

Fjöldi samninga um skógrækt á lögbýlum er 669 talsins. Samtals ná samningarnir yfir 53.930 hektara. Í ár voru áætlaðar rúmlega 3 milljónir plantna í skógrækt á lögbýlum en gera má ráð fyrir einhverjum afföllum og þar með er rauntalan eitthvað undir 3 milljónum. Árið 2021 var gróðursett í skógrækt á lögbýlum rúmlega 2,4 milljónir plantna árin 2020 og 2019 voru þær rétt rúmlega 2 milljónir og árið 2018, rétt um 1,9 milljónir.

Um 40% af losun frá íslenskum landbúnaði kemur frá nytjajarðvegi.

Samkvæmt útreikningum sem unnir voru árið 2015 var hlutur bændaskógræktar frá og með 1990 um 38% af allri bindingu ræktaðra skóga á Íslandi. Gera má ráð fyrir að þetta hlutfall hafi hækkað eitthvað síðan þá. Í síðustu skilum á bókhaldi gróðurhúsalofttegunda til Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var binding ræktaðra skóga metin 381 þúsund tonn CO2. Miðað við að hlutfall bændaskóga í heildarbindingu skóga á Íslandi sé 38% er bindingin a.m.k. 145 þúsund tonn CO2 miðað við árið 2020.

Miðað við þessar forsendur má áætla að nettó losun CO2 ígilda frá landbúnaði sé um 473 þúsund tonn CO2 ígilda miðað við árið 2020.

Heimild: Skógræktin, Umhverfisstofnun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...