Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úkraínski landbúnaðarblaðamaðurinn Iurri Mykhailov
Úkraínski landbúnaðarblaðamaðurinn Iurri Mykhailov
Mynd / VH
Fréttir 21. júlí 2022

Landbúnaður í Úkraínu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úkraínski landbúnaðarblaða­maðurinn Iurri Mykhailov segir ástandið í heimalandi sínu einkennast af ringulreið og fullkominni óvissu.

Ræktarland í Úkraínu er eitt það besta í heimi og talið að í landinu sé að finna um 30% af allri svartri og bestu ræktunarmold heimsins, um 42 milljónir hektara. Landið er stundum kallað brauðkarfa Evrópu vegna mikillar kornræktar. Ræktun á korni og sólblómum er stórtæk í landinu og flestir akrar á stærðarbilinu tíu þúsund til hundrað þúsund hektarar og umfangið því gríðarlegt.

Mykhailov segir að ef horft sé til áhrifa stríðsins á landbúnað þá sitji þjóðin uppi með rúmlega 20 milljón tonn af korni af uppskeru síðasta árs sem ætluð var til útflutnings. Uppskera korns þessa árs er hafin og búist er við að hún verði yfir meðallagi og einhvers staðar á bilinu 60 til 70 milljón tonn.

„Geymslugeta í landinu er ekki næg til að taka á móti öllu því magni til viðbótar við þau 20 milljón tonn sem fyrir eru. Ástandið er því þannig að Úkraínumenn vita ekki hvað þeir eiga að gera við uppskeruna á meðan ekki er hægt að flytja hana úr landi,“ segir Mykhailov.

Sjá nánar á bls 20 - 21. í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f